Birtingur - 01.01.1961, Page 82

Birtingur - 01.01.1961, Page 82
breyzkan mann, en ekki ungkommúnista, sem brann í skinninu eftir að fórna sér fyrir hugsjónir flokksins og talaði aðeins upp úr Prövdu. Hér kom aðeins pólitískur mælikvarði til greina, ekki fagurfræði- legur. Listir eiga að þjóna hugmynd- um og pólitík flokksins og þjóðremb- ingsstefnu ríkisins. Þetta er sú stefna, sem Zdanoff markaði í tilskipun frá 14. ágúst 1946, og er enn í gildi. Afleiðingin varð alger einangrun listar í Sovétríkjun- um frá list annarra þjóða um 10 ára skeið, enda var sú síðarnefnda fordæmd sem borgaraleg. örlítið tók að rofa til eftir 20. þingið, og nú eru listviðskipti við aðrar þjóðir mjög víðtæk og fjölbreytt. Fyrir allmörgum árum urðu um það fjör- ugar umræður í sovézkum tímaritum, hvort rithöfundar ættu að byggja per- sónur sínar upp úr empírísku efni, eða hvort þeir ættu að byrja á að ákveða hugmyndina í verkinu og klæða hana síð- an í föt persóna og atvika. Þetta er hið alvarlegasta vandamál. Marxismi kennir að skynjun sé skilyrði fyrir allri hugsun. En sovézkir bókmenntamenn fara öfugt að: skírskota til raunveruleikans aðeins að svo miklu leyti sem þörf gerist til þess að klæða hugmyndina í form. Sovézkar bókmenntir eru í rauninni allar apríorísk- ar, þær fjalla ekki um lifandi líf fólksins í landinu, heldur reka áróður fyrir pólitík flokksins. Dúdíntseff fékk rækilega á baukinn fyrir bók sína, „Ekki af brauði einu saman“, vegna þess, að hann byggði hana á staðreyndum, sagði sannleikann, og ekkert nema sannleikann. Slíkt er yfir- völdunum ekki þóknanlegt. Dúdíntseff tók nefnilega alrangan pól í hæðina: hann byrjaði ekki á því að kíkja í ályktanir flokksins, og rak ekki áróður fyrir neinu pólitísku vandamáli. Byrjaði alveg á öf- ugum enda. Hann mátti taka vandamál sitt til meðferðar, en aðeins með því að sýna flokksmann, sem berst hetjulegri baráttu og sigrar að lokum. Neikvæðar staðreyndir má taka með, en aðeins í tengslum við neikvæðar persónur, sem verðskulda fyrirlitningu lesandans og bíða aumlegan ósigur að lokum. Yfirvöldunum var það t. d. þóknanlegt, að einn höfund- urinn, Granín að nafni, tók til meðferðar innri baráttu ungs verkfræðings um það, hvort hann átti að hlýða kalli flokksins og fara að vinna úti á landi, eða hvort hann átti að láta eigin þægindi sitja í fyrirrúmi og reyna að halda áfram að vinna í höfuðborginni. Að sjálfsögðu bar flokksskyldan sigur úr býtum. Þannig bækur eru góðar, vegna þess, að þær sanna mönnum, að hamingja þeirra er fólgin í þjónustu við Flokkinn. En þessar bókmenntir eru fjarlægar því lifandi lífi, sem lifað er í landinu. Þær eru lygar mestan part: fjalla um synd- lausar hetjur flokksins og sýna, að þær bera ætíð sigur úr býtum. Hin ægimikla fjölbreytni mannlegs lífs og mannlegra tilfinninga er lokað land fyrir þessum bókmenntum. 1 þeim er sagt frá öllu eins og það á að vera, ekki eins og það er. Vissulega er það hlutverk bókmennta að benda framávið, en þær eru ekki lengur bókmenntir, ef þær fást aðeins við út- listun á hugmyndum í stað þess að skýra frá lífi manna og sýna með því, hvernig hlutirnir eiga að vera. Á 19. öld og á árunum fyrir byltinguna var mikil gróska 80 Birtingur

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.