Birtingur - 01.01.1961, Page 84

Birtingur - 01.01.1961, Page 84
Kaunas, sem óforvarandis opnaði sýningu á myndum, sem hún hafði skorið út í eikarboli, Ijóð um sorg og angurværð. Ég gæti líka nefnt manninn, sem læddi að mér bunka af lýriskum ljóðum með avan- gardistasvip! Hvorugt er til í Sovétríkj- unum. Lýrik vegna þess að hún er illa fallin til þess að flytja pólitískan boð- skap, avangardismi vegna þess, að öll list er felld í akademísk form. Allir þessir listamenn hafa komið fram með verk, sem gera ekki kröfu til annars en að flytja mannlegar tilfinningar í fögru formi. Dæmi um slík listaverk í sovétlist eru ekki mörg. En eftir því sem lífskjör manna batna, eftir því sem dregur úr ofurvaldi ríkisins, eftir því sem tortryggni þess í garð borgaranna rénar, eftir því mun listum og menningu smámsaman takast að leysa sig úr spennitreyju pólitík- ur og admínistratívra fyrirmæla, og verða á ný mannleg, verða tæki.til að tjá mann- legar tilfinningar og mannlega fegurð. Lenín lagði ætíð áherzlu á, að heilbrigð skynsemi verkamanna væri æðri allri upp- skrúfaðri vizku menntamanna. Öll sönn list hlýtur að vera málsvari þeirrar heil- brigðu skynsemi. 1 Sovétríkjunum er öll list skipulögð til að þjóna hagsmunum flokks og ríkis. En hún er ofskipulögð. Þessvegna mun sovétlist smám saman ná meiri blóma eftir því sem dregur úr of- skipulagningu og listin nálgast heilbrigða skynsemi alþýðu og gerir hana að sinni uppsprettulind.

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.