Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 4

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 4
þessi eðlilega endurnýjung út í formdýrkun og formdekur, bæði hjá ýmsum myndlistar- mönnum og svonefndum atómskáldum, sérí- lagi fyrir erlend áhrif, studd af Halldóri Lax- ness og Steini Steinarr, en eftir því sem þessi skáld fundu betur vald sitt á forminu þótti þeim valdið sætt og léku sér með það, þar til það tók að leggja fjötra á þá sjálfa.“ Þessi niðrandi orð um okkur atómskáldin falla vafalaust í góðan jarðveg hjá mörgum, því við höfum, sem kunnugt er, ekki átt mikl- um vinsældum að fagna með þjóðinni. Grein- arhöfundur veit það og notar sér það. Síðan heldur hinn vísi maður áfram að fjaila um form, en nú breytir hann skyndilega um tón til að geta komið því við að hæla eldri höf- undum (Tómasi, Snorra, Jóhannesi úr Kötl- um, Halldóri Stefánssyni og Ólafi Jóhanni) fyrir það sem hann kallar formvilja, en þessi formvilji hefur að hans dómi ekki „látið sig án vitnisburðar í sköpun áhrifamikilla verka“. Thor Vilhjálmsson fær að fljóta með í form- viljanum, en um hann segir hinn vísi grein- arhöfundur, að hann hafi sterka hneigð til formdýrkunar, enda er Thor ekki allfjarri atómskáldunum. Svo segir hinn vísi ritgerðar- höfundur: „Þessi formvilji er vissulega nauðsynlegur og góðra gjalda verður og hefur orðið til að hefja íslenzkar bókmenntir og gera endurnýjun þeirra blómberandi." Að sjálfsögðu er ritgerðarsmiðurinn vel að sér um form í bókmenntum, og hann veit að það muni ekki vera með öllu ónauðsynlegt. Hann hefur jafnvel af vísdómi sínum fundið upp orðið formvilja, og formvilji er góðra gjalda verður, segir hann. Þá fara lesendur væntan- lega ekki í grafgötur um það, að hann kunni bæði að meta form og formvilja. Síðan er hann þess umkominn að kveða upp dóm yfir atómskáldum. Honum farast þannig orð: „Engu að síður verður ekki hjá því komizt að álykta að formdýrkun og jafnvel hégómlegt formdekur hefur dregið kraft úr verkurn heill- ar skáldakynslóðar á íslandi eða myrkvað þau og torveldað áhrif þeirra. Ýmis miðaldra skáld gerðust ákafir talsmenn svonefndrar formbylt- ingar sem varla hefur verið nema nafnið tómt og oft ekki annað en skoplegir tilburðir gerðir af miklum vanmætti." f Hér er hraustlega mælt. En mér þykir rétt að vekja athygli á því, að K.E.A. forðast að nefna nokkur nöfn. Hann fer því ekki nákvæmt í sakirnar. Ég býst við að það sé ekki tilviljun. Flestir þeir sem hafa fundið köllun hjá sér til að rógbera atómskáldin hafa forðazt að nefna nöfn. Þeir hefðu getað sagt, ef einhver kveink- aði sér: Já, en kæri vinur, ég átti ekki við þig, þú ert nú svo sem ekkert atómskáld. 2 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.