Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 11
Ég sagði áðan, að íslenzk húsaskipan hefði breytzt í lok þjóðveldis. Þá fyrst
hygg ég hún sé fullmótuð, orðin alíslenzk, en haldist síðan í grundvallar
atriðum fram undir aldamótin 1800. Því slæ ég þessari órökstuddu full-
yrðingu fram, að mig langar, lesandi góður, til að leiða þig í hlað á
lslenzku höfuðbóli eins og ég ímynda mér það í stórum dráttum á um-
ræddu tímibili, höfuðbóli, sem „fjarri fari að sómi sér illa þar eð það ber
vott um listrænan stíl og er traustlega smíðað úr sterkum viðurn" eins og
Arngrímur segir.
All mjög’ var þá annar svipur yfir hlaðsýn en nú er þekkt frá þeim höfuð-
bólum, sem enn má sjá, t. d. á Grenjaðarstað og í Laufási. Við sjónum
blasir langhús eitt mikið, sem snýr samhliða hlaði. Um mitt hús skagar
stafn fram, anddyraportið eins og það var nefnt eða bæjardyr. Við enda
langhússins má búast við að sjá skemmur eina eða fleiri, einnig fram á
hlaði. Bæjardyrnar og skemmurnar eru prýddar þiljum, ef til vill steindum,
annað er úr torfi og grjóti. Umbúnaður þils og grindar er með öðru sniði
en nú þekkist, þil eru grópuð í stoðir, stokka, bita og sperrur, sem koma
fram úr þilstafninum, eru sýnileg en ekki falin bak klæðningu eins og síðar
varð og nú er alþekkt. Dyrnar eru bogmyndaðar að ofanverðu með sér-
Stökum hætti, sem ekki er unnt að lýsa nánar. Við skulum ganga til bæjar.
Fyrst komum við í framdyrið, sem þiljað er frá öndinni eða innri forstofu,
eins og það mundi kallað nú á dögum. Framdyrnar eru undir risi stafn-
hússins, sem gengur út úr íanghúsinu, en öndin er undir risi langhússins.
Á beztu bæjum eru hús þessi þiljuð, og í öndinni er bekkur Og kistur ein
eða fleiri, sjálfsagt snagar fyrir yfirhafnir og gólfið er hellulagt. Stigi er
upp á loft, sem er yfir öndinni og framdyrum, anddyraportsloftið. Að
framanverðu í því er gestaherbergi með rúmi, bekk og borði, einum gler-
glugga, ef til vill þeim eina á höfuðbólinu. Glugginn er líka með annarri
smíð en nú þekkist: smárúður, tæplega lófastórar eru greyptar í blýramma,
birtingur
9