Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 7

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 7
inn fordæmingu hans, enda mun Kristinn vafalaust telja kynslóðaskil eftir útkomu ís- lenzkra nútímabókmennta. En ekki er unnt með vissu að vita skoðun Kristins á þessu, þar sem hann nefnir engin nöfn í grein sinni. Kristinn gerir mikið úr þeim nýju ádeiluliöf- undum, sem hann nefnir svo, teflir þeim gegn atómskáldunum og vitnar meðal annars á þessa leiö í Svarta messu eftir Jóhanncs Helga: „Höfuðpersóna hennar sem oft tekur stórt upp í sig er látin segja: „Það scm kallað hefur verið bókmenntir í þessu landi síðustu ára- tugina rís ekki undir því göfuga heiti, þetta er áferðarslétt klúður, lágkúruleg málamiðl- un, og það á viðsjárverðustu tímum sem yfir mannkynið hafa gengið.“ Það er líklega ekki von að Kristinn láti þess getið, að önnur höfuðpersóna Svartrar messu, Úlfhildur Björk, sú sem er tákn fyrir það sem er enn hreint og óspillt í fari þjóðarinnar, hefur bækur atómskálda í bókaskápnum sín- um. Það eru einu bækur hennar sem getið er um i sögunni, og þær virðast duga henni vel. Hún lætur því ekki ósvarað, þegar reynt er að hæðast að þeim. Úlfhildur Björk, ímynd hreinleikans og göfginnar með þjóðinni, sigr- ar í lok sögunnar þá höfuðpersónu :,cm svo digurbarkalega talaði um bókmenntirnar sem að framan getur. Varla hefði höfundur Svartr- ar messu haft þetta þannig ef hann teldi at- ómskáldskap hafa verið jafn áhrifalausan og Kristinn vill vera láta. Um leið og Kristinn gerir feiknarlega mikið úr ádeilukrafti þeirra höfunda, sem eru hon- um að skapi, og líkt og biðlar til þeirra að hlíta leiðsögn sinni um það hvaða stjórnmála- skoðun rithöfundum beri að hafa, gefur hann það í skyn, að ádeila hafi verið íslenzkum höf- undum fjarri um margra ára skeið, og þá ekki sízt atómskáldum. Ég held að það ætti að vera nægjanlegt að flctta tímaritinu Birtingi til að sannfærast um, að þetta eru ósannindi. Það hafa ekki komið út mörg hefti af Birtingi svo að það yrði ekki fyrir aðkasti einhversstaðar frá, sökum ádeilu sem þar hafði birzt. Og mönnum ætti að vera kunnugt um það, að einn af ritstjórum Birtings, Thor Vilhjálms- son, hefur verið sektaður fyrir ádeilu í þessu riti, en sá rithöfundur sem framar öðrum hefur haldið Birtingi uppi, Einar Bragi, hefur verið dæmdur í stórsektir fyrir hlut- deild sína í því að fletta ofan af spillingu í þjóðfélaginu, þegar hann var ábyrgðarmaður Frjálsrar þjóðar. Sannast sagt finnst mér und- arlegt að fjalla sérstaklega um ádeilu í sam- bandi við íslenzka rithöfunda, án þess að minnast á þetta atómskáld sem hefur árum saman beitt penna sínum gegn hersetu Banda- ríkjamanna hér á landi og svikahneigð ís- lenzkra valdhafa, þótt oft hafi hann lagt penn- birtingur 5

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.