Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 45
Tónlist er ekki málaralist, en tónlistarmaður-
inn getur lært af hinu næmara eðli málverks-
ins er bíður og athugar leyndardóminn, sem
samgróinn er efniviðnum — gagnstætt hinum
hefðbundna áhuga tónskáldsins á eigin leikni
og aðfreðum. Þar sem enginn Rembrandt er
í tónlistinni, höfum við ekki verið annað en
músíkantar. Listmálarinn nær tökum á verk-
efni sínu með því að leyfa málverkinu að vera
það sjálft. Að vissu leyti verður hann að víkja
til hliðar til að missa ekki tökin á því.
Tónskáld eru einmitt að læra þetta. Þau eru
rétt farin að læra að taumhald sé ekkert ann-
að en þær aðferðir sem viðgangast. Ég sem
hef hlustað á mikið a£ tónlist síðustu tuttugu
ára verð að viðurkenna fyrir mitt leyti, að mér
finnast kerfisbindingar dálítið uggvænlegar.
En uggurinn fer þverrandi, því að allt það
sem tónlist virðist hafa er einmitt þessi kerfis-
binding. Mig minnir, að það hafi verið Ve-
blen sem sagði eitt sinn um markmið í efna-
hagsmálum Ameríku: „Hvað gagna allar þess-
ar áætlanir, þegar markmiðin eru jafnóviss?"
Hægt væri að segja hið sama um tónlist nú á
dögum. Við sjáum hina sömu gnægð — en af
hverju? Um leið og hin gamla goðafræði deyr
og tónsmiðir hefja til skýjanna önnur efni en
áður, þá rís upp ný mystík. Mystík sem er
sjálfsprottin. Það sem tónskáld keppa ber-
sýnilega að er óbrigðul tækni. Þó að þeir þyk-
ist vandlátir og ábyrgir fyrir vali sínu, velja
þeil' í rauninni aðeins kerfi eða aðferð sem
með nákvæmni vélarinnar velur fyrir þá. Þeg-
ar manni líkaði ekki eitthvað áður fyrr, var
það ekki notað. Maður lét það eiga sig. Núna
er allt notað. Ég man eftir tónsmiðum nokkr-
um sem voru sívinnandi. Nú hafa þeir getið
sér góðan orðstír, eru frægir og vinna klukku-
stund á viku. Þeir vinna heilmikið, því að
þeir hafa úr svo miklu að moða.
Þegar við finnum í tónlist fortíðarinnar, að
taumhald nær yfirhöndinni, þá er þó enn um
tvískiptingu að tefla. Við getum greint í
sundur manninn og kerfi hans. Þetta er rétt,
jafnvel þegar kerfið nær undirtökunum í hvað
ríkustum mæli. Tökum til dæmis Stóru fúg-
una sem e. t. v. mesta opinberunin í verkum
Beethovens. Einhver vá, eitthvað sem farið
hefur forgörðum, hvílir yfir þessu verki: hug-
boð um skapadóm sem snýst gegn sjálfum sér.
Mann grunar, að í þessu verki hafi áhlaup
tónlistarinnar kastað Beethoven til hilðar.
Leyfist mér að benda á, að hvað svo sem kann
að vera y£irskilvitlegt 1 verki þessu, gæti það
verið einmitt af þessari ástæðu? Einmitt vegna
þess, að það sem við heyrum bæði drynjandi
og viðkvæmt er kerfi að stjórna meistara sín-
um. Hvað verður um kenningu mína, hvað
verður um árin sem ég hef eytt í umhugsun
og vinnu sem hefur beinzt í aðra átt?
BIRTINCUR.
43