Birtingur - 01.06.1966, Síða 13

Birtingur - 01.06.1966, Síða 13
um, er með líkum hætti og bæjardyraþilsins, en innansmíð Stofunnar er með stafverkssniði; húsgrindin er sýnileg, stoðir, syllur, bitar, sperrur, lang- bönd, reisifjöl og j^iljur eru strikuð: grunn skreytigróp eru skorin við brúnir þeirra. Þiljur eru þykk borð, sem ganga í heilu lagi frá syllu í 8 aurstokk, eða eins og Oddur Einarsson segir: „hið innra eru þau víða þiljuð tilskornum fjölum, borðum eða plönkum allt frá gólfstétt upp til þakhvelfingar“. Moldargólf er í húsinu. í innsta stafgólfi við stafn er timburgólf upphækkað: hápallurinn, fyrir framan hann eru nokkur j:>rep upp að ganga. í pallstæðinu með veggjum eru fastir bekkir á þrjá vegu, enda þeir við pallbrúnina í bríkum, sniðnum eftir rómanskri stíltízku. Langt borð er fyrir framan stafnbekkinn, hápallsborðið með StÓlum, þ.e.a.S sterklegum borðfótum, sem staðið geta einir sér, borðplatan er lögð laus ofan á. Fyrir framan pallinn eru bekkir með báðum hliðum stofunnar og borð fyrir framan þá með sams konar umbúnaði og hápallsborðið. Fótaskör er við bekki. Þessi skipan stofunnar mun eiga rót sína að rekja 9 til Ólafs kyrra. Snorri segir: „Þat var siðr forn í Noregi, at konungs hásæti var á miðjum langpalli; var öl um eld borit. En Ólafr konungr lét fyrst gera sitt hásæti á hápaiii um j^vera stofu.“ Þessi tízka kemur sunnan að. í l'æfurkverk er vindauga eitt eða fleiri, ef til vill skjágluggar neðarlega á þekju, eftir miðja 17. öld má búast við einum glerglugga á stafni. Sums staðar voru forstofur, eitt stafgólf var þá þiljað af í milli andar og stofu, auk þess hafa oft verið Iokrekkjustæði eða svefnklefar fremst við skil- rúmsþilið. Stundum voru stofur þessar tjaldaðar, en það mun einkum hafa verið fyrr á öldum. Þó er getið tjalda og refla í stóru stofu á Hólum allt fram yfir miðja 17. öld. NÚ skulum við ganga fram til andar að nýju og halda beint af augum um dyr á skilrúmsþili, sern þá blasir við, til skála. Skálinn er svefnhús stað- arins, þar sofa allir nerna húsráðendur, sem halda tii í litiu baðstofu. f skálanum er grindarsmíð með sama sniði og í stórustofu. í skála munum við frekar kannast við okkur, hann líkist að mörgu leyti stórum baðstofum BIRTINGUR 11

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.