Birtingur - 01.06.1966, Síða 32

Birtingur - 01.06.1966, Síða 32
Þetta var Bella Akhmadullina sem nokkrum vikum síðar varð konan mín. Bt'lla er gáfuð skáldkona. Af rússneskum skáldkonum mundi ég kannski telja, að aðeins Akhmatova og Tsvetajeva stæðu henni framar. Það var fyrir Bellu, fyrir tartara-augun hennar með þessum eilífa undrunarsvip, að ég las fyrstu erindin í „Brautarstöð Zíma“. Það voru hennar augu sem ég sagði að eina leiðin til að bjarga unga fólkinu frá því að glata trúnni væri að afmá alla bletti af byltingarhugsjón- um vorum. Það mátti ekki skilja unga fólkið eftir vopnlaust. Það varð að fá því vopn til að berjast fyrir framtíðinni. Þegar hér var komið, tók persónulegur tilfinn- ingaskáldskapur sem verið hafði næstum bannvara á tímum Stalíns að fylla blöð og tímarit. En þessi tegund skáldskapar var ekki lengur svo vinsæl. Andspænis þeim stórkost- legu breytingum sem áttu sér stað í landinu virtist hún barnaleg. Við áttum nóg af hljóðpípum. Það sem okkur vantaði nú var herlúður. Bók Martinovs sem loksins fékkst útgefin var strangt tekið hljóðpípa, en unga fólkið heyrði í henni herblástur — svo innilega þráði það þetta kall. Kannski las það sér til í flóknum líkingum og öfgum skáldsins meira en það sem stóð í bókinni. Þannig fann hið lýríska skáld Martínov sér til undrunar að rödd hans bergmálaði eins og rödd baráttuskálds i um- brotum þessara tíma. „Furðulega sterkt berg- mál,“ sagði Martínov sjálfur. „Það hlýtur að koma af tímunum sem við lifum á.“ Og vissulega var það rétt, pólitískt bergmál jafnvel hinna hógværustu sannleiksorða magn- aðist upp í þrumugný. Kvæði Slútskís fóru nú að birtast. Mörg af beztu ljóðum hans bárust enn á milli manna í uppskriftum. Kannski var það af þessum sökum, að menn þóttust finna pólitískt bragð af þeim ljóðum hans sem komu á prent. En mér fannst, að þörf væri fyrir eitthvað op- inskárra og harkalegra. Að vísu var hætta á að útkoman yrði eintóm mælska. En einu sinni þegar við Súkonín skáld vorum að blaða í safni af gömlum byltingarkvæðum, urðum við furðulostnir yfir því, hve máttug þau voru, þrátt fyrir það að vera samin í hreinum mælskustíl. Ég sá, að þarna var mælska og aftur mælska. Orðin „kommúnismi", „bylt- ing“, „ráðstjórn“ og „fyrsti maí“ áttu í þess- um kvæðum hinn áhrifamikla, hreina hljóm sinnar upphafsstundar. Ég fór að hugsa um, að margar óhreinar hendur hefðu vanhelgað gunnfána vorn, en sjálfur fáninn væri án saka. Það var skylda okkar að hreinsa af fánanum þessa óhreinu bletti og fá byltingarhugmynd- um okkar á ný sína innbornu merkingu. Til þess að þetta mætti takast varð að gefa kvæð- 30 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.