Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 48

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 48
og vandlátri list þá er jafnframt ákvörðun í því fólgin að leyfa öllu að vera list. Til er í zen-búddískum fræðum þessi gáta og svarið við henni: „Hefur hundur eSIi Búdda?" Svar- iS er: „Neitaðu því eða játaðu og þú munt glata þínu eigin Búdda-eðli“. Þegar við stöndum andspænis leyndardómi guðdómsins líkt og í gátunni, verðum við alltaf að hvika óvissir milli beggja svaranna sem möguleg eru. Aldrei leyfist okkur að taka af skarið, annars missum við hið guðdómlega í okkur sjálfum. Það sem ég hef á móti Cage, er að hann tók ákvörðun. Þó að hann sé ágæt- ur lærisveinn Zen-Búddismans hafa þessi tor- lærðu sannindi farið framhjá honum. Áður fyrr virtust mér möguleikarnir ótæm- andi, en hugur minn var lokaður. Ár eru lið- in, hugur minn er opinn, en ég hef ekki leng- ur áhuga á möguleikum. Ég virðist áængður með að raða stöðugt á nýjan hátt sömu mubl- unum í sama herberginu. Hugur minn snýst stundum um það eitt að koma hlutunum hag- anlega fyrir í kringum mig, svo að ég geti unnið. í mörg ár var ég vanur að segja, að fyndi ég aðeins þægilegan stól mundi ég standa Mozart á sporði. Spurningin sem sífellt hefur sótt á hugann undanfarin ár er þessi: í hve miklum mæli getur maður slakað á taumunum og samt haldið eftir síðustu leifunum, þannig að hægt sé að kalla verkið manns eigið? Hver og einn verður að finna sitt eigið svar, en til er saga um Mondrían sem gæti varpað ljósi á það sem fyrir mér vakir. Einhver spurði, hvers vegna Mondrian notaði ekki úðara í stðainn fyrir pensil, úr því að hann málaði heila fleti í einum lit. Mondrían fékk mikinn áhuga á málinu og reyndi undir eins. Myndina skorti ekki aðeins svipmótið af handbragði Mondríans, hún líktist ekki einu sinni mynd eftir hann. Hafi menn ekki reynt eitthvað svipað þessu skilja þeir þetta ekki. Orðið sem næst þessu kemst er e. t. v. snert- ing. Fyrir mig a. m. k. virðist þetta vera svar- ið, jafnvel þótt hún sé ekkert annað en skamm- vinn tilfinning fyrir blýanti í hendi mér, þeg- ar ég vinn. Ég er þess fullviss, að læsi ég tón- list mína fyrir, meira að segja nákvæmlega, yrði hún allt önnur. En vandamál þess að vera listamaður kemur aðeins upp, eftir að mikil vinna og endur- minningar fara að gagnsýra líf manns. Proust vissi ekki, hver efniviður hans var, fyrr en ævi hans var nsætum öll. Hvað þú ert eða verður, er öðrum e. t. v. ljóst, en aldrei sjálf- um þér. Flaubert sagði við George Sand (þeg- ar hann hafði skrifaðFrú Bovary), aðhannværi ekki viss um, hvort hann langaði til að verða rithöfundur. Þessi orð varpa ljósi á það sem 46 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.