Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 49

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 49
ég vildi sagt hafa. Maður kannast ekki við sjálfan sig sem listamann, en man óljóst eftir sér í því hlutverki. Hængurinn er sá, að við notum rökfærslu guðfræðinga til þess að skilja völundarhús list- arinnar. En guðfræðilegar íhuganir hafa alltof oft verið þessa heims: leitin að guð einvörð- ungu yfirskin í leit að þekkingu. Þess vegna var Spinoza hafnað. Það sem hann hafði á boðstólum var guð. En það vildi enginn. Leitin að listinni hefur alltof oft verið annað yfirskin í leitinni að sannleikanum, önnur til- raun til að ná til himna með staðreyndum. Allt frá dögum Babels-turnsins hefur þessi til- raun misheppnazt. Þú getur ekki náð himn- inum með þekkingu, þú getur ekki náð hon- um með hugmyndum, þú getur jafnvel ekki náð honum með trú — mundu eftir zen-búdd- isku gátunni. Fyrir mörgum árum sagði einhver við mig: „Ef þér þykir vænt um eitthvað, hvers vegna þá breyta því?“ Þó að athugasemd þessi hafi ekki verið sögð um list fortíðarinnar, gæti hún átt við hana. Þegar henni er svarað, verðum við að skilja, að ást á list fortíðarinnar er allt önnur, þegar listamaður á i hlut en áheyrendur. Við verð- um að hafa hugfast, að líf listamannsins er stutt, venjulega um 70 ár. Áheyrendaskarinn lifir á hinn bóginn í aldir og er í rauninni ódauðlegur. Þegar breytingar verða í tónlist, finna áheyr- endur miklu sárara, hvers misst er, en lista- maðurinn, því að þeir elska list með sömu ástríðu og við elskum hluti sem við getum aldrei raunverulega eignazt. Og þeir krefjast þess stöðugt af listamanninum, að hann bæti fyrir það sem tapazt hefur. En honum er það mjög örðugt. Hann finnur, að áheyrendur eru að kæfa listina með ást og umhyggju. Hann skilur ekki eðli ástar þeirra eða eðli missisins. En þetta er kannski útúdúr. Ég er að reyna að gera skiljanlegt, að það er stór munur annars vegar á hinum margvíslegu áhyggjum lista- manns sem er að reyna að búa eitthvað til, reyna að tryggja sig gegn misheppnun, og hins vegar kvíða listsköpunar. Kvíði í list er sér- stakt ástand. Það er í raun og veru alls enginn kvíði, þó að það beri öll einkenni hans. Þetta ástand kemur, þegar listin skilst frá því sem við þekkjum, þegar hún talar eigin rómi. í lífinu reynum við eftir megni að forðast kvíða. í listinni verðum við á hinn bóginn að leita hann upp. Það er erfitt. Allt í lífi okkar og menningu, hvaðan sem við komum, dregur okkur í burtu. Eftir er þessi kennd um eitt- hvað yfirvofandi. Og við sjáum, að það sem er uggvekjandi er hvorki fortíð né framtíð, heldur einfaldlega — næstu tíu mínútur. BIRTINGUR 47

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.