Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 5

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 5
Ég tel fulla þörf á því að láta það koma fram, hverjir teljast atómskáld. Það breytir engu, þótt skáldin hafi ekki valið sér þessa nafngift sjálf og helzt ekki viljað nota orðið atómskáld. Það er nú reyndar komið inn í bókmennta- söguna og verður ekki komizt hjá að nota það. Skáldin mega líka vel við una. Þetta er líklega í fyrsta skipti hárlendis, að skáld eru upp- nefnd vegna breyttra viðhorfa til skáldskapar, en erlendis hafa listastefnur hlotið virðulegan sess í listasögunni undir nöfnum, sem voru ekki annað en skammaryrði í fyrstu. Atóm- skáldin okkar eru þessi: Sigfús Daðason, Hannes Sigfússon, Stefán Hörður Grímsson, Jónas Svafár, Einar Bragi og undirritaður. Tvö þessara skálda hafa oft kveðið myrkt og efalaust verið mörgum torveld til skilnings. Þessi tvö skáld eru Hannes Sigfússon og Sigfús Daðason. Fer maður þá að skilja hvers vegna Kristinn nefnir engin nöfn. Þessir tveir menn hafa um árabil verið handgengnir honum, annar þeirra er ritstjóri Tímarits Máls og menningar, svo sem kunnugt er. Bæði þessi skáld eru mjög sérstæð og eiga sína aðdáendur. Mér er kunnugt um að Dymbilvaka Hannesar hafi verið lærð utan að. Ég veit einnig að sumir geta haft yfir mörg ljóð eftir Sigfús, án þess að líta í bækur hans. Það fólk sem lært hefur ljóð þessara skálda utan bókar, hefur ekki gert það af því, að það væri neytt til þess, heldur af því að það naut Ijóðanna. Það fólk, sem hér um ræðir, hefur ekki hlotið menntun til hálfs á við Kristin E. Andrésson. Engu að síður hefur það getað notið ljóða þessara at- ómskálda. Það kann að vera eðlilegt að gamall maður skilji ekki skáld nýrra tíma. Það er að minnsta kosti gömul saga. En ómaklegt er það að ráðast á þessi skáld fyrir formdýrkun eða formdekur, þótt þau hafi tekið upp nýjan yrk- ingarhátt. Meiri rökvísi finnst mér að segja að formvilji komi fram hjá skáldum sem leita að nýju formi eða vilja endurnýja skáldskap- inn, en hitt ætti betur við að kalla formdekur eða formdýrkun, þegar menn sjá ekki sólina fyrir gömlum formum og fyllast aðdáun á þeim sem ekki hrófla við þeim eða þá svo varlega að það særir ekki viðkvæma form- kennd þeirra. Sannleikurinn er sá að form- dýrkun gagnvart ljóðagerð er nokkuð rík með íslenzku þjóðinni, hún er rígbundin af stuðl- um, höfuðstöfum og rími, og við því má helzt ekki hrófla. Þjóðin dýrkar þetta. Og það var einmitt sams konar formdýrkun sem kom Kristni E. Andréssyni til að bjóða í fyrstu bók Hannesar Péturssonar einsog þar væri gamalt þjóðskáld á ferð, svo annað forlag varð að sleppa honum við Mál og menningu, en svo sem kunnugt er hefur Hannes Pétursson farið troðnar slóðir í ljóðagerð sinni og ekki hætt sér út í ævintýri. Það kom líka í ljós að menn birtingur 3

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.