Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 15

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 15
karldyr. Stundum var þá skála skipt í tvennt, karla- og kvennaskála. Var kvennaskálinn búrmegin. Ennfremur má gera ráð fyrir lofti í einu til tveimur stafgólfum í skála næst karldyra-önd. Hugsum okkur nú, að við göngum til baka frá búri um kvendyraönd og skála til karldyraandar að nýju, og snúum baki í bæjardyr. Fyrir framan okkur eru þá dyr til ganga, líkt og sjá má ennþá í torfbæjum norðanlands. Göngin eru há, með sams konar grind og í skála og stofu, en gera má ráð fyrir, að þiljun hafi verið afar sjaldgæf, enda finnst Sturlu Þórðarsyni 10 annálsvert um bæinn á Flugumýri, að þar hafi verið „forskálar allir al- þilðir til stofu at ganga“. Forskáli merkir hér göng. Göng voru mislöng, fór það að sjálfsögðu eftir stærð bæja, en líklega einnig eftir landshlutum, þau munu hafa verið lengri norðanlands en sunnan. Séum við stödd á sunnlenzku llöfuðbóli, má fastlega gera ráð fyrir stóru útieldhúsi, þótt ekki sé loku fyrir það skotið, að annað minna finnist inni í bæ. Á norð- lenzku höfuðbóli er eldhúsið alltaf inni í bæ og snýr endanum á göngin, oftast einnig búrið, þó að búr inn af skála sé þekkt þar. Þá má búast við húsum eins og klefa, borðhúsi, litlu-stofu, litlu-baðstofu og stóru-baðstoíu. Litla-stofa og litla-baðstofa eru að öllum líkindum vistarverur húsbónda og húsfreyju. Tel ég trúlegt, að litla-baðstofa sé svefnhús hjóna og vinnu- staður húsfreyju, enda er oft vefstofa innar af litlu-baðstofu. Ekki er ótrú- legt, að þetta hús sé ríkulegast umbúið allra húsa staðarins, samanber ummæli úttektarmanna á Reykhólum 1446 „tvenn fortjöld fyrir framan hjónasæng Og' tvenn tjöld í kringum sængina“. Auk hjónarúms er þar bekkur, borö Og pallur. í stóru-baðstoíu gefur að líta allt aðra innrétting en við könnumst við frá 19. öld, svo gjörólíka, að við mundum ekki þekkja þetta hús. Komið er inn í húsið um miðjan langvegg, en ekki í endann á því eins og öðrum innihúsum. Við skulum ímynda okkur, að baðstofan sé þrjú stafgólf. í öðrum helmingi í einu stafgólfi er bekkjar- stæðið með líkum umbúningi og í stóru-stofu, nema hér er enginn pallur og húsbúnaður sjálfsagt ekki eins ríkmannlegur og í stofu. í stað palls BlRTlNGUk

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.