Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 43
þetta „að hlaupast á brott frá eigin lífi“.
Hversu margir þessara „atvinnumanna"
mundu hugsa á svipaðan hátt um listina? Þeir
sýna okkur sífellt dæmi um leit sína að
reynslu í hlutveruleikanum — en hún er í
þessu tilviki kerfið, handverkið sem myndar
grundvöllinn að heimi þeirra.
Andrúmsloft listaverks, það sem umlykur það,
„staðurinn" þar sem það þrífst — allt þetta
er álitið minniháttar, að vísu töfrandi, en ekki
kjarni málsins. Atvinnumennirnir heimta
kjarna málsins. Þeir einbeita sér að þeim hlut-
um sem notaðir eru til að gera listaverk. Þeir
tengja þesa hluti órjúfanlega listinni, hugsa
sér þá í rauninni sem hið sama og list — og
skilja ekki, að allt það sem við notum til að
skapa list er einmitt það sem drepur hana.
Þetta skilur sérhver málari sem ég þekki. En
þetta skilur næstum ekkert tónskáld sem ég
þekki.
Vandamál tónlistar er vitaskuld það, að hún
er í eðli sínu opinber list. Það er: við verðum
að leika hana, áður en við heyrum hana. Fyrst
er trumban barin, síðan heyrist hljóðið. Það
liggur í augum uppi. Ekki er hægt að ímynda
sér hljóð sem hugtak, eitthvað sem alls óskylt
þeim sem lemur á píanóið eða ber bumbuna.
Aðalatriðið er að spila. Það er veruleiki tón-
listarinnar.
Þó er það einhvern veginn dálítið óviðkunn-
anlegt að tónlist skuli ekki geta átt sér annan
vettvang en hinn opinbera. Tónskáld á sér
ekki einu sinni friðhelgi leikskáldsins, en leik-
rit hans getur lifað sem hluti af bókmenntum,
en það getur tónverk ekki. Tónskáldið verður
að vera leikari líka. Og það er hvimleitt þegar
manni líkar ekki leikur hans. Kafli úr ein-
hverju meistaraverki getur verið stórkostleg-
ur, fullkominn, öllum kann að bera saman um
það, en kannski geðjast mér ekki að því,
hvernig höfundur talar orð sín.
Fyrir mér vakir að benda á, að tónskáld setja
sig ósjálfrátt í stellingar ræðumanns, jafnvel
leikara þegar tónlist er sköpuð. Hið lægsta
hvísl þeirra fer fram á leiksviðinu — það er
sotto voce.
Þó að tónfesti í músík hafi verið kastað fyrir
borð og ótónföst músík hafi lifað sitt fegursta,
eftir því sem mér skilst, þá er sama hljóðkennd
og áður. Afleiðingin er heyrnarsvið, sem
naumast hefur breytzt frá dögum Beethovens
og er að mörgu leyti frumstætt — rétt eins og
verk Cézannes gera víddir í renesansmálverki
frumstæðar í augum okkar.
Ef hljóðkennd í tónlistinni skapar sí og æ
sama heyrnarsvið, verður að sjálfsögðu að gera
eitthvað til þess að það verði nothæft, breyta
því. Það verður að skinna það upp, svo að
það veki áhuga. Af þessum sökum reyna tón-
skáld svo mjög að gera verk sín margbreytileg.
birtingur
41