Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 44

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 44
Verk eins og Sókrates eftir Satie, tónverk sem heldur áfram þannig, að mjög lítið gerist og mjög litlar breytingar verða, er beinlínis gleymt. Auðvitað vita allir, að það er dásam- legt verk. Á hverju ári segir einhver: „Já, við skulum flytja Sókrates" — en einhvern veginn verður ekkert úr því. I>ar sem einmitt frekari áherzla er lögð á hið samþjappaða hnitmiðaða, og tilbrigði verða í raun og veru aðalviðfangsefni tónskálda, hef- ur tónlistin fengið svipmót einhvers konar furðulegrar íþróttafimi. Hugsum okkur hlaupara sem hefur æft sig í að hlaupa aftur á bak með miklum hraða ellegar það sem er jafnvel enn erfiðara: að hlaupa aftur á bak mjög hægt og stöðugt. Hvers vegna aftur á bak? Úr því að þessi hugmynd — margbreytn- in — altekur tónlistina í vaxandi mæli, verður maður alltaf að líta um öxl á efnivið sinn til þess að fá ástæðu til að halda áfram. Til- breytni er eina lausnin fyrir heyrnarsvið sem ekki breytist vegna óbreyttra aðferða. Þetta er e. t. v. ástæða þess, að ég í mínum eigin verkum fæst svo mjög við hnígandi hvers hljóðs og reyni a'ð gera myndun þess upphafslausa. Myndun hljóðs er ekki ein- kenni þess. í rauninni er það sem við heyr- um myndunin, ekki hljóðið. Þegar hljóð deyr út eins og landslag sem hverfur, tjáir það okk- ur á hinn bóginn, hvar hljóðið lifir með okk- ur — hljóðið sem fremur fer burt en kemur til okkar. Eítt sinn var mér sagt frá konu sem bjó í Par- ís. Hún var afkomandi Skrjabíns. Hún varði öllum tíma sínum í að semja tónlist sem ekki átti að heyrast. Hvernig tónlist liennar var eða hvernig hún gerði hana, er ekki vel ljóst. En alltaf hef ég öfundað þessa konu: af geggj- uninni, af skorti á hagsýni. Þegar ég les yfir það sem ég hef skrifað, sé ég, að ég hef eindregið bent á möguleika fyrir annarri tegund heyrnarsviðs. En í rauninni er það ekki þetta sem ég hef áhuga á. Það sem ég fæst við er það ástand í tónlist þegar heyrn- arsviðið er unmið burt. Hvað á ég við með þessu? Afnám heyrnarsviðsins merkir ekki hið sama og að tónlistin sé óheyranleg — þó að mín eigin tónlist virðist stundum benda til þess. í fljótu bragði dettur mér í hug Fantasía í f-moll eftir Schubert. Þungi laglínunnar er slíkur, að maður getur ekki skorið úr um, hvar hún er eða hvaðan hún kemur. Slíkt heyrum við ekki oft í tónlistinni, en fullkomið dæmi þess sem ég á við er sjálfsmynd Rem- brandts í Frick-safninu. Ekki er okkur aðeins ógjörlegt að skilja, hvernig mynd þessi var gerð. Við getum jafnvel ekki gert okkur grein fyrir, livar staður hennar er í skynheimi okk- ar. 42 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.