Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 21

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 21
ATLI HEIMIR SVEINSSON: MENGI Mengi var samið á nokkrum dögum í vor sem leið. Ég held mér ha£i tekizt að nota píanóið öðruvísi en áður hefur verið gert. Mér finnst að í þessu verki sé píanóið svolítið meira en píanó. Ég held að Mengi hljómi allt öðruvísi en það, sem manni dettur vanalega í hug þeg- ar maður heyrir orð eins og „nútímatónlist“, „framúrste£nutónlist“, „tólftónatónlist" o. s. frv. Píanóið er aðallega notað sem laglínuhljóð- færi, hljómar eru fáir, og ef þeir koma fyrir eru þeir stuttir eða leysast strax upp. Ég notaði dauf spennulítil tónbil, jafnvel áttundir. Mér leiðast hræðilega þessar eilífu litlu og stóru tvíundir, stóru sjöundir, litlu og stóru níund- ir, sem voru yndislegar hjá Webern en í hönd- um þeirra sem stæla hann eru þessi tónbil, eins og ég sagði áðan, hræðileg vegna ofnotkunar. Mengi er ótónfast verk — það stendur ekki í neinni tóntegund, en það er á stundum næst- um því í einhverri tóntegund — og þó. Endur- tekningar eru einkennandi fyrir Mengi, bæði eru einstakir tónar endurteknir, allt að 67 sinnum, og smágrúppur. Eftir því sem líður á Verkið aukast endurtekningar — verkið „stöðv- ast“ — það kemst ekki áfram — því hlýtur að ljúka — snjóbolti veltur niður brekku og hleð- ur meir og meir utaná sig. í mínum eyrum hafa endurtekningar sérstakt seiðmagn, það getur verið leiðinlegt að heyra alltaf það sama, en leiðinlegir hlutir verða skemmtilegir e£ maður fæst nógu lengi við þá, það þarf aðeins að endurtaka nógu oft. í sumar útsetti ég Mengi fyrir hljóðfærasveit. Útsetning er kannski ekki rétta orðið, en hin hljóðfærin gera eins konar athugasemdir við píanóröddina. Píanóröddin er Mengi 1, verk í mínum stíl, í sínum stíl — vonandi. Selló kem- ur til sögunnar og er sú rödd í stíl Cage, Paiks og þeirra, með tilheyrandi nótnaskrift. Rödd fyrir tvær fiðlur er í expressjónistískum tólf- tónastíl. Fagottinn spilar að mestu á finnn- tónaskala kínverska keisararíkisins og tvær básúnur flytja 13du aldar organum, kirkju- söng miðaldanna. Fjórir söngvarar eru notaðir og syngur sópraninn kólóratúr, altinn hinn þekkta sígræningja Arrividerci Roma, tenór- inn resitatív og aríu og bassinn endurtekur í sífellu dýpsta tón sem hann getur sungið. Raf- magnsorgel eða harmóníum flytur lútherskan sálm í stíl Bachs, harpan er með impressjón- istiskar fígúrur og hljóma, tónband flytur svæsna raftónlist og slagverkið stælir negra- trommur og marsrítma. Allir eru þessir stílar nokkuð „skrumskældir" svo um beinar stæl- BIRTINGUR 19

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.