Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 6
fögnuðu því að hann skyldi ekki vera atóm-
skáld og fyrirgáfu honum léttilega, þótt í ein-
staka kvæði gætti áhrifa frá þeim skáldum. Það
var einnig hægt að fyrirgefa honum, þótt hann
tæki síðar að kveða myrkara en nokkurt atóm-
skáld. Allt var í rauninni hægt að fyrirgefa
vegna formdýrkunarinnar. Ollu er því öfugt
snúið, þegar atómskáld eru sökuð um form-
dýrkun. Þau skáld hafa einmitt ráðizt á múr
formdýrkunarinnar og brotið hann niður. Þau
hafa viljað leita nýrra leiða. Satt er það, að
þeim hefur gengið illa að ná til almennings.
En hverjir bera meginsökina á því? Það eru
tvímælalaust þeir sem höfðu það á valdi sínu
að styðja þessi skáld og vekja athygli á þeim,
til dæmis menn einsog Kristinn E. Andrésson.
En það var nú eitthvaÖ annað en þeir menn,
sem þarna áttu að vera tengiliður milli skáld-
anna og almennings, stæðu í stöðu sinni. Á
sama tíma og Kristinn E. Andrésson bauð svo
hátt í Hannes Pétursson fyrir hönd Máls og
menningar að önnur forlög urðu hvumsa,
gátu þau skáld, sem uppnefnd höfðu verið at-
ómskáld, ekki fengið út gefna Ijóðabók hjá
Máli og menningu, nema að tryggja forlaginu
greiðslu fyrir kostnaðinn af útgáfunni. Þeir
menn, sem hefðu átt að hafa kunnáttu til að
leiðbeina almenningi, þögðu ýmist eða hnjóð-
uðu í atómskáldin. Afleiðingin er sú að bækur
þeirra finnast ekki nema í örfáum bókasöfn-
um á landinu og fólkið heldur að orðið atóm-
skáld sé viðurnefni á manni sem þykist vera
skáld, en kunni ekki til verka. Það veit ekki
betur.
Ég hef ekki talið Jón úr Vör hér með atóm-
skáldunum, því hann hefur sérstöðu, tilheyrir
í rauninni annarri kynslóð en þeirri sem
Kristinn er að fordæma, enda fjallar Kristinn
um hann í bók sinni íslenzkar nútímabók-
menntir 1918—1948, þegar Þorp Jóns var
komið út, en saga atómskálda ekki hafin. Það
hefur að sönnu ekki á skort að Jón væri
stimplaður atómskáld, og gæti það stafað af
því að yngri menn, sem tekið hafa sér atóm-
skáldin til fyrirmyndar, hafa ekki hvað sízt
orðið fyrir áhrifum frá honum í Ijóðagerð
sinni. Annað er það, að Jón úr Vör orti án
stuðla, höfuðstafa og ríms, og úr því fólki var
talin trú um að þetta væri höfuðeinkenni at-
ómkveðskapar, var kannski von að þekking-
arlitlir menn héldu Jón vera höfuðpaur at-
ómskálda. Sýnist mér Kristinn ekki gera sig
sekan um rugling í þessum efnum. Hinu verð-
ur ekki neitað, að Jón úr Vör stendur atóm-
skáldum nærri, og er leitt að Kristinn skyldi
ekki hafa dirfsku til að nefna nöfn þeirra sem
hann vildi telja atómskáld, þótt orð hans í
íslenzkar nútímabókmenntir um Þorpið, þar
sem segir meðal annars, að kvæðin missi sjald-
an áhrifa, bendi til þess að Jón sé undanskil-
4
BIRTINGUR