Birtingur - 01.06.1966, Side 33

Birtingur - 01.06.1966, Side 33
unum einfaldleik og kraft byltingarkenndra yfirlýsinga. Ég orti hið fyrsta af mörgum baráttukvæðum til að hreinsa hugsjónir byltingarinnar. í þessu kvæði lýsi ég raunverulegu atviki sem fyrir kom í skrúðgöngu fyrsta maí, þegar gjall- arhornin kölluðu fyrirskipanir til mannfjöld- ans sem gekk yfir Rauða torgið: Stilltir nú! Allir í röðl Engin blóm? Hvar eru blómin? Kvæðið flæktist á milli ritstjóranna og lenti í höndunum á skáldinu K sem ég hafði ekki séð í langan tíma. Ég rakst á hann á ganginum fyrir framan ritstjórnarskrifstofur tímaritsins sem hann vann við og hann bauð mér inn á kontórinn sinn eins alvarlegur í bragði og atómstyrjöld væri að skella á. „Skilurðu, hvað þú hefur samið?“ spurði hann í tón sem ekki vissi á neitt gott. „Kvæði,“ anzaði ég. „Skilurðu ekki, að ef þetta kvæði lenti í hönd- unum á óvinum okkar í vestri, þá gætu þeir notað það gegn okkur?" Mér leiddist að tala við þennan mann. Lenin sagði einu sinni, að óvinir okkar mundu alltaf grípa feginshendi við þeim molum af sjálfs- gagnrýni sem féllu af okkar borði. En hvað eigum við að gera til að hindra þá? Þegja yfir mistökum okkar og ófullkomleika? Sterkur maður er ekki hræddur við að sýna veikleika sinn. Ég trúði þá og ég trúi enn á andlegan styrk þjóðar okkar, og þess vegna álít ég skyldu mína að tala af hreinskilni um allt sem mér finnst ábótavant hjá okkur. Þetta er einmitt mín aðferð til að sýna ást mína á þjóðinni og takmarkalaust traust mitt á henni. Dagur ljóðsins, sem seinna átti eftir að verða þjóðleg stofnun, var í fyrsta skipti haldinn há- tíðlegur 1955. Þann dag stóðu skáld bak við afgreiðsluborðin í öllum bókabúðum Moskvu, lásu upp kvæði sín og rituðu á eintök af bók- um sínum. Nokkrir okkar lásu upp í bókabúð í Mokhovskí-götu, ekki langt frá Háskólanum. Ég hafði engan grun um, hvað beið okkar. Eitthvað um fjögur hundruð manns tróðst inn í búðina sem var að því komin að springa utan af öllum þessum fjölda. Fyrir utan stóð önnur mannþyrping, drjúgt þúsund, sem komst ekki inn en söng í kór: „Komið út! Komið út!“ Við vorum bókstaflega bornir út úr búðinni og upp á tröppur Háskólans. Þar hófum við lestur kvæða okkar. Við fundum allir, að það var eitthvað mikilvægt sem fólk vonaðist til MRTINGUR 31

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.