Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 31

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 31
Zima, fann ég þetta sama í fyrstu spurningun- um sem föðurbræður mínir lögðu fyrir mig — annar þeirra var forstöSumaSur bifreiSa- stöSvarinnar þarna, hinn var lásasmiður. Ég var kominn heim til að fá svör við þessum sömu spurningum. Fólkið í Moskvu og í Zima var að hugsa um sömu hlutina. Allt Rússland var einn geysistór gruflandi hugur, þúsundir mílna á hvern veg, frá Eystrasalti til Kyrra- hafs. Mynd „hins óbrotna sovét-manns“ er sköpun- arverk blaða okkar. Um þennan „óbrotna mann“ hefur verið sungið, hann hefur verið kvikmyndaður, settur á svið, hans hefur verið lofsamlega minnzt í pólitískum ræðum. En ég sá, hvað hann var í rauninni langt frá því að vera óbrotinn. ... Allar þessar mörgu og margvíslegu spurning- ar voru eins og skrift á vegg — eldlegir stafirn- ir gneistuðu á marmaraveggjum háhýsanna í Moskvu og á bjálkaveggjum kofanna í Síbiríu. Óróavekjandi skin þeirra endurspeglast í kvæðinu „Brautarstöð Zíma“ sem ég byrjaði þá á. Mig langaði til að komast alveg inn að kviku þess sem var að gerast. Ég vissi að eitthvað var að molna niður. En um leið komst ég í snertingu við hinn geysilega, meðfædda andlega styrk rússnesku þjóðarinnar sem nú var hægt og hægt að vinna aftur frelsi sitt. Nei, Rússland var engin Babylon að falla í rústir! Sú Babylon sem nú hrundi í rústir á rúss- neskri jörð var hin gyllta spilaborg lyganna, reist á trúgirni og ávana blindrar hlýðni. Þetta var eins og blind þjóð væri að fá sjón- ina aftur. Fólkið sem vanizt hafði að gæta orða sinna jafnvel í sínum eigin híbýlum var nú farið að tala; það talaði sín á milli, jafnvel um hin viðkvæmustu deilumál. En hættan sem vofði yfir því núna var að sveiflast frá blindri trú yfir í algjöra vantrú. Þetta var mikil hætta, einkum fyrir unga fólkið. Eitt sinn í Moskvu árið 1954 átti ég kvöld- stund með nokkrum stúdentum, vinum mín- um. Við drukkum eplamjöð, skeggræddum og lásum kvæði. Allt í einu sagði átján ára stúlka með holum rómi sextugs búktalara: „Byltingin er dauð.“ Þá reis upp önnur átján ára gömul stúlka, kringluleit og barnsleg í framan, með þykka rauða fléttu. Skásett tartara-augun skutu gneistum, og hún sagði: „Þú ættir að skammast þín. Byltingin er ekki dauð, byltingin er veik og hún þarfnast hjálp- ar okkar.“ MRTINGUR 29

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.