Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 28

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 28
við gráti a£ örvilnan. Og straumurinn var að skclla mönnum á bílana svo hausarnir brotn- uöu. Par lagaði allt í blóði. Og allt í einu fylltist ég brennandi hatri á öllu sem stóð fyrir þessu hrópi „Engar fyrirskipanir" og það, þeg- ar fólk var að deyja, vegna heimsku einhvers manns. í fyrsta skipti á ævinni hugsaði ég með hatri til mannsins sem við vorum að fylgja til grafar. Hann gat ekki talizt saklaus af þessum ósköpum. „Engar fyrirskipanir,“ það var það sem olli ringulreiðinni og blóðbaðinu við út- för hans. Nú sá ég í eitt skipti fyrir öll, að það mátti ekki bíða eftir fyrirskipunum, þegar mannslíf voru í hættu — þá varð að hafast að. Ég veit ekki hvernig ég fór að, en ég ýtti dug- lega frá mér með hnefum og olnbogum og var farinn að hrópa: „Myndið keðjur! Myndið keðjurl“ Fólk skildi ekki, svo ég fór að tengja saman með valdi hendur þeirra sem ég náði til, á meðan ég jós úr mér öllum þeim verstu ókvæðisorðum sem ég mundi úr mínum jarð- fræðileiðangri. Nokkrir knálegir ungir menn voru nú farnir að hjálpa mér. Og þá skildi fólkið. Það greip saman höndum og myndaði keðjur. Við hömuðumst áfram, kraftakarlarn- ir og ég. Hringiðan var tekin að hægja á sér. Múgurinn var ekki lengur eins og villidýr. „Konur og börn upp í bílanal" hrópaði einn af ungu mönnunum. Og konur og börn voru handlönguð, svifu yfir höfuð okkar upp í bíl- ana. Ein konan sem við handlönguðum barð- ist um ofsalega og grét. Ungi lögregluþjónn- inn sem tók á móti henni strauk klaufalega á henni hárið og reyndi að hugga hana. Það fóru um hana nokkrir skjálftakippir, svo varð hún allt í einu róleg. Lögregluþjónninn tók ofan húfuna af ljósum liárlubbanum, brá henni fyrir andlit konunnar og grét. Lengra framundan var önnur hringiða. Þang- að brutumst við, kraftakarlarnir og ég, og aftur tókst okkur með hnefum og bölvi að fá fólkið til að mynda keðjur til að bjarga sér. Á endanum var lögreglan einnig farin að hjálpa til. Allt kyrrðist. „Þú ættir að ganga í lögregluna, félagi, við gætum notað mann eins og þig,“ sagði einn lögregluforinginn við mig og þurrkaði sér um ennið með vasaklút eftir eina skorpuna. „Gott. Ég skal hugsa rnálið," sagði ég kulda- lega. Einhvern veginn var ég nú búinn að missa allan áhuga á því að sjá jarðneskar leifar Stal- íns. í staðinn fór ég með einum stráknum sem hafði stjórnað keðjunum; við keyptum okkur vodkaflösku, og hann gekk heim með mér. „Sástu Stalín?“ spurði móðir mín. „Já,“ sagði ég dræmt um leið og ég skálaði við strákinn. 26 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.