Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 9

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 9
HÖRÐUR ÁGÚSTSSON: HÚSAKOSTUR Á HÖFUÐBÓLUM Arngrímur Jónsson lærði segir á einum stað í Brevis Comentarius de Is- 1 landia: „En sjálf húsin eða mannhýbýlin á íslandi, sem hlaðin eru upp og gerð úr torfi, grjóti og timbri, voru reyndar þegar tillit er tekið til náttúru- skilyrða, sem fsland á við að búa, talsvert reisuleg og íburðarmikil fyrrum daga, meðan íslendingar höfðu verzlun og vöruskipti við Norðmenn, sem sáu Jaeim fyrir timbri, en er Jrau skipti hættu tók Jíeim hýbýlum smásaman að hraka.“ — „Engu að síður eru margir búgarðar, margir bæir, sem ekki væri auðvelt upp að telja, ágætlega húsaðir, og líkjast að því leyti hinum ágætu fornu býlum; eru bæjarhús á þeim býlum mjög stór, breið, löng og oftast talsvert há, eins og til dæmis bæir með svefnhúsum, sem eru meir en 50 álnir á lengd 10 álnir á breidd og 20 álnir á hæð. Svo eru önnur bæjar- hús eins og matstofa, baðstofa, búr o. s. frv. tilsvarandi að stærð. Ég gæti talið upp fjölda bæja á voru landi, sem bæði eru stórir og umfangsmiklir og fjarri fer, að sómi sér illa, þar eð þeir bera vott um listrænan stíl og eru traustlega smíðaðir úr sterkum viðum." Hér mun Arngrímur vera að lýsa íslenzkum höfuðbólum á 16. öld, en því miður gerir hann ekki nánari grein fyrir gerð þeirra og skipan að ekki sé talað um myndskýringar. Þetta mun þó vera í fyrsta skipti í sögunni, sem íslenzkum húsakosti eru gerð sérstök skil í rituðu máli svo vitað sé. Að vísu víkur Oddur biskup Einarsson að sama efni í íslandslýsingu sinni: Qualisumque Description Islandiae, sem skrifuð var nokkrum árum áður, en kom ekki út fyrr en mörgum öldum seinna. Ekki er laust við, að hjá okkur vakni grunur um, að Arngrímur ýki nokkuð stærð húsa á fornum höfuðbólum í hita baráttunnar gegn vanþekkingu og fordómum erlendra manna á högum íslands. Geta mál Arngríms staðizt? Hefur á höfuðbólum landsins um daga hans verið hús i merkingunni herbergi, rúmir 25 metrar á lengd, 5 metrar á breidd og 10 metrar á hæð? Ekki hefur svo vitað sé verið grafið í rústir forns höfuðbóls, og þær forn- leifarannsóknir, sem gerðar hafa verið hafa beinzt eingöngu að húsakosti víkinga- og þjóðveldisaldar. íslenzk húsagerð tekur hins vegar miklum birtingur 7

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.