Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 30

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 30
miklu rússnesku skáld komu mér til hjálpar, fordæmi þeirra sannfærði mig um að baráttu- skáldskapur getur verið innilega lýrískur fremur en nokkur annar, ef hann er ortur af falslausu veglyndi. Þegar landar manns lifa erfiða tíma, nálgast það siðleysi að yrkja ein- göngu um náttúruna, konur eða lífsþreytu. Og þetta voru erfiðir tímar fyrir rússa. Læknarnir sem handteknir höfðu verið út af „samsærinu" voru látnir lausir. Almenningur varð sem steini lostinn við fregnina, yfirleitt höfðu menn trúað því, að þeir væru sekir. Hin auðtrúa rússneska þjóð var farin að skilja að of mikið traust gat verið hættulegt. Ég sá hræfuglsandlitið á Bería klesst upp við rúðuna í lúxusbílnum, hálffalið bak við trefil, þegar hann ók í hægðum sínum meðfram gangstéttarbrúninni til að leita sér að kven- manni fyrir nóttina. ... Sami maðurinn gekk fyrir fólk og hélt yfir því hjartnæmar ræður um kommúnisma. Kúlan sem lenti í höfði Bería þjónaði rétt- lætinu — en hvað hún kom of seint! Því miður er réttlætið sú lest sem næstum alltaf er á eftir tímanum. Fangar sem fengið höfðu leiðréttingu mála sinna og komu úr fjarlægum fangabúðum fóru nú að sjást í Moskvu. Með þeim bárust fregnir um það gífurlega óréttlæti sem hafði átt sér stað. Fólk var hugsi, þykkjuþungt. Það var spcnna í loftinu alls staðar. Og ekki dró úr þeirri spennu við ræður Malenkovs, manns með kvenlegt andlit og tilgerðarlegt orðfæri, sem flutti mönnum fagnaðarboðskap um aukin matvæli, fatnað og saumavörur. „Setjum nú svo, að við étum yfir okkur af rjómabollum og klæðumst nýjum fötum, hvert ættum við þá að fara í þeim?“ Verka- manninum, nágranna okkar, var skemmt. Það sem fólk vildi var að einliver talaði við það opinskátt og í alvöru um það, hvernig það ætti að lifa. Það hafði aldrei einskorðað hug- myndina „að lifa“ við mat, fatnað og hús- næði. Fyrir þeim hafði það „að lifa“ jafnan fólgið í sér „að trúa“. Það var eitthvað mjög mikilvægt sem þurfti að segja við fólk, en ég skildi ekki enn hvað það var og vissi hvorki upp né niður í neinu. Kannski ríkti þetta ráðaleysi aðeins í Moskvu, í ólgu stjórnmálaviðburðanna sem þar ráku hver annan. Kannski mátti finna frið og and- legt jafnvægi í afkimum Rússlands. Ég fór með lestinni til Zima. Ég var að flýja mínar eigin áhyggjur og kvíða. En það voru þessar sömu hugsanir og kvíði sem ég fann hjá verk- fræðingunum og búfræðingunum sem voru mér samferða í lestinni. Og þegar ég kom til 28 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.