Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 36

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 36
’n’roll í þeirri trú að með þssu kæmust þau í snertingu við vestræna menningu. — Picasso og Hemingway könnuðust þau yfirleitt ekki við. — Þetta var það unga fólk sem blöðin á Vesturlöndum veittu mesta athygli. En þetta var ósköp fámennur hópur. Blóminn af sovézkum æskulýð komst yfir þessar þrautir efasemda og endurmats án þess að forherðast. Reynslan stappaði í þá stálinu, ekki aðeins til að varast mistök feðranna, held- ur einnig til að berjast áfram fyrir þeim mikla árangri sem þeir höfðu náð. Andstæðurnar milli gömlu og ungu kynslóðarinnar í Sovét- ríkjunum hafa verið ýktar í vestrænum blöð- um. Ég þekki kommúnista, nógu gamla til að vera feður mínir, sem mér hefur alltaf fundizt að væru jafnaldrar mínir — og ég á líka jafn- aldra sem mér finnst lykta af mölkúlum. Geir Kristjánsson þýddi 34 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.