Birtingur - 01.06.1966, Side 40

Birtingur - 01.06.1966, Side 40
MORTON FELDMAN: GAMUT OF LOVE Morton Feldman er, ásamt John Cage, Chris- tian Wolff og Earl Brown einna mestur fram- úrstefnumaður bandarískra tónskálda. Sagt hefur verið um tónlist hans að hún sé too beautiful. Verk hans eru að mestu leyti hljóm- ar á stangli, algengustu hraða- og styrkleika- forskriftir Feldmans eru: „hægt“ „eins veikt og unnt er“, „láta hljóminn deyja út og halda síðan áfram“. Verk hans eru keimlík, varla er unnt að þekkja þau í sundur, þegar maður hefur heyrt eitt virðist maður hafa næstum heyrt þau öll. En Feldman er ólíkur öllum, sérlega þeim sem reynt hafa að stæla hann en það mætti virðast auðvelt í fljótu bragði. Verk hans heyrast sjaldan og kemur það tæplega að sök, því annars yrðu þau sennilega óþolandi og hættu að vera jafn mikil snilldarverk og þau eru. I mínum augum er Feldman stór- kostlegt tónskáld meðan ég heyri verk hans jafn sjaldan og ég geri. Mér finnst þau teljast til þeirra hluta sem eiga gildi sitt því að þakka hvað þeir eru sjaldgæfir. Ég hef orðið fyrir mikilli reynslu við að hlýða á verk Feldmans, reynslu sem ég vil ekki láta endurtaka sig, sem ég veit að getur í rauninni ekki endurtek- ið sig, heldur hlýtur að geymast í óljósu minni mínu. Grein sú sem hér fer á eftir túlkar vel skoðanir Feldmans og hugsunarhátt. Erfitt var að snara henni á íslenzku því höfundurinn notar mjög háspekileg orð og þankagang. Oft grillir mað- ur varla í hvað hann er að fara. Feldman er nefnilega alltaf að reyna að segja það sem tæplega er unnt að koma orðum að. Og þess vegna biðjum við, sem berum ábyrgð á þess- ari þýðingu, lesendur að taka viljann fyrir verkið. A. H. S. BIRTINGUR

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.