Birtingur - 01.06.1966, Side 27

Birtingur - 01.06.1966, Side 27
ÉVGÉNÍ ÉVTÚSJENKO: KAFLI ÚR SJÁLFSÆVISÖGU Hinn 5. marz 1953 gerðist atburður sem hristi Rússland að grunni — andlát Stalíns. Már var næstum Ógerlegt að hugsa mér hann dáinn, SVO samgróinn hafði hann veriS lífi okkar. Þjóðin var eins og lömuð. Fólk var alið upp i þeirri trú, aS Stalín væri hvers manns forsjá, og nú stóð það uppi ruglað og ráðþrota, þegar það hafði hann ekki lengur. Allt Rússland grét. Það gerði ég líka. Við grétum í einlægni af sorg og kannski einnig af ótta við framtíð- ina. Rithöfundar héldu fund, þar sem skáld lásu upp kvæði sín og hylltu Stalín, svo klökkir að þeim var erfitt um mál. Tvardovskí, stór og kraftalegur maður, flutti þarna kvæði skjálf- andi röddu. Ég gleymi því aldrei, þegar ég fór til að sjá kistu Stalíns. Ég stóð í mannfjöldanum á Trúbnaja-torgi. Andgufan frá þúsundum fólks sem þjappaðist þarna saman var svo þétt, að skuggarnir af nöktum marz-trjánum sáust flökta á henni. Það var furðuleg og hræðileg sjón. Nýir fólks- straumar runnu í þetta mannhaf aftanfrá og juku þrýstinginn svo úr varð óhugnanleg hringiða. Ég sá, að ég var að berast með straumnum beint á umferðarljós. Stólpinn færðist stöðugt nær. færðist stöðugt nær. Allt í einu sá ég unga stúlku kremjast upp að stólpanum. Andlit hennar var afmyndað af skelfingarópi sem heyrðist ekki fyrir öskrun- um og stununum í öllum hinum. Ég barst með straumnum að stúlkunni; ég heyrði það ekki, heldur fann með líkama mínum, hvern- ig veik bein hennar moluðust upp við stólp- ann. Ég lokaði augunum í hryllingi, gat ekki afborið að horfa á barnslega blá augun þrýst- ast æðislega út úr höfðinu, og svo var mér sópað þar framhjá. Þegar ég leit aftur við, sást stúlkan hvergi. Hún hlaut að hafa troðist und- ir. Nú var það einhver annar sem klemmdist upp að stólpanum, líkaminn undinn og Iiand- leggirnir útbreiddir eins og hann héngi á krossi. Rétt í þessu fann ég að ég tróð á ein- hverju mjúku. Það var líkami manns. Ég lyfti fótunum og barst áfram með straumnum. Lengi var ég hræddur við að stíga aftur til jarðar. Fólkið þjappaðist meir Og meir saman. Það bjargaði mér, hvað ég var langur. Lág- vaxið fólk var blátt áfram kæft. Við lentum í sjálfheldu milli húsveggja á aðra hönd og flutningabíla frá hernum á hina. „Færið bílana!“ hrópaði fólk. „Burt með bílana!" „Ég get það ekki. Ég hef engar fyrirskip- anir,“ kallaði kornungur, ljóshærður lögreglu- þjónn alveg ráðalaus frá einum bílnum og lá RIRTINGUR 25

x

Birtingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.