Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 35

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 35
sannleikann og það, að halda honum leyndum fyrir því, vaíri sama Og aS móSga það með van- trausti. Þó að óg hefði nokkra hugmynd um sök Stal- íns, gat ég ekki ímyndað mér, hve stórkostleg hún var, fyrr en Khrústsjov flutti ræðu sína. Flestir höfðu þessa sömu sögu að segja. Eftir að ræðan hafði verið lesin fyrir þeim á flokks- fundum, gengu þeir burt, höggdofa og niður- lútir. Kannski hafa margir af þeim sem eldri voru kvalið sig með spurningunni: höfum við þá lifað lífi okkar til einskis? Sá gáfaði höfund- ur Fadejev skaut sig með byssunni sem hann hafði borið sem skæruliði í Borgarastyrjöld- inni. Dauði hans var enn einn glæpur Stalíns. Nokkrir af ungu kynslóðinni litu auðvitað með tortryggni ekki aðeins á Stalín heldur á allt hið liðna, og þetta jók raunir foreldranna um helming. En það voru foreldrar og foreldr- ar, börn og börn. Eldri kynslóðin skiptist í tvennt: hina trúu, sannfærðu kommúnista sem héldu áfram vinnu sinni án þess að missa kjarkinn, reiðu- búnir að leggja gömul afglöp á minnið til þess að geta bætt úr þeim; og hina kredduföstu sem auðvitað töldu sig betri kommúnista en alla aðra. Hinir kredduföstu fylgdu aðeins í orði kveðnu þeim ákörðunum Tuttugasta flokksþingsins að „endurvekja lenínskar lífsreglur". Eitt saman orðið „endurvekja" var ákæra á Stalín- ismann — menn endurvekja aðeins upp af svefni. En þá skorti félagslegt hugrekki til að viðurkenna þessa staðreynd, svo hræddir voru þeir um stöður sínar. Þeir beittu öllum brögðum til að jafna reikn- inga Stalíntímans, þeir reyndu í störfum sín- um að spilla fyrir hinni efnahagslegu viðreisn; þeir spyrntu á móti afnámi fríðinda sem hátt- settir embættismenn nutu, eins og „bláu pökk- unum“* og bíl til „einkanota". Þeir nöldr- uðu og sökuðu yngri kynslóðina, næstum alla eins og hún lagði sig, um að vera „nihilistar" Og bera enga virðingu fyrir arfleifð byltingar- innar. Það, að ungir menn gengu í þröngum buxum og höfðu gaman af djassi eða jafnvel það, að þeir lásu Hemingway og voru hrifnir af Picasso, var sönnun fyrir „nihilisma" þeirra — og sýnd sivart á hvítu spillinguna sem leiddi af borgaralegum áhrifum. Hvernig var þá unga fólkið í raun og veru? Það er satt, að sumt af þessu unga fólki for- hertist. Það er satt, að þessir ungu piltar og stúlkur sem lifðu í siðferðislegu tómarúmi fóru að tyggja tyggigúmí, safna stæl-peysum, stæl-skóm og hljómplötum og dansa rock • Aukagrciðslur ( pcningum; þcssir menn nutu einnig þeirra fríðinda að opinberar stofnanir lögðu þeim til bíla scm þeir ináttu nota að vild. birtingur 33

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.