Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 29

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 29
Ég var ekki að skrökva að móður minni. Það var vissulega Stalín sem ég hafði séð, Þennan dag urðu þáttaskil í lífi minu og þar með einnig í skáldskap mínum. Eg skildi, að enginn var til að hugsa fyrir okk- ur nú, ef það hafði þá nokkurn tfma verið. Ég skildi, að nú þurftum við að hugsa svo um munaði. ... Ég fór að finna til ábyrgðar, ekki aðeins á sjálfum mér, heldur öllu landi okk- ar, og ég fann þunga þessarar ábyrgðar hvíla á mér eins og farg. Ég vil ekki segja að ég hafi á augabragði gert mér grein fyrir allri sök Stalíns. Ég hélt ennþá áfram að dýrka hann að vissu marki. Margir af glæpum Stalíns voru enn ekki kunnir. En eitt var mér deginum ljósara — nú voru fram komin í Rússlandi mörg aðkallandi vandamál og að skjóta sér undan því að leysa þau var í sjálfu sér glæp- samlegt. Svo ég braut heilann um skáldskap — bæði minn eigin og rússneskan skáldskap yfirleitt. Rússneskur skáldskapur hefur alltaf haft, kannski meira en nokkur annar, félagslega taug. Rússnesk skáld hafa alltaf verið andleg ríkisstjórn síns lands. Púskín sem réð yfir fín- ustu blæbrigðum tilfinninga, gat einnig ort svíðandi ádeiluljóð. Hann orti einnig: „Með- an við logum enn af frelsisþrá / og meðan hjörtu vor ástunda sæmd / þá skulum við, vinur, helga ættjörðinni / frábærustu afrek vorrar andagiftar." Petta var byltingarsinnuð stefnuyfirlýsing fyrir hið unga, framfarasinn- aða Rússland þess tíma og sú stefnuyfirlýsing gildir enn fyrir rússneska æsku. Harðstjórar Rússlands hafa alltaf haft góðar og gildar ástæður til að hræðast skáld þess. Þeir voru hræddir við Púskín, síðan Lermontov, síðan Nékrasov. Nékrasov bjó einu sinni til slagorð: „Þú getur verið skáld eða ekki skáld / en þjóðfélagsþegn verðurðu að vera.“ Jafnvel Blok, þessi seiðmagnaði lýriker, hætti að fást við ráðgátu konunnar til að fara spá- mannlegum orðum um land sitt. Loks náði þessi erfðavenja sinni risavöxnu, byltingar- kenndu fyllingu í Majakovskí: „Ég vil að penninn jafnist við byssusting.“ Orðið „skáld" hefur í eyrum rússa sama hljóm og orðið „baráttumaður". Rússnesk skáld voru alltaf baráttumenn fyrir framtíð lands síns og fyrir réttlæti. Skáldin hjálpuðu Rúss- landi til að hugsa. Skáldin hjálpuðu Rússlandi í baráttunni við harðstjórana. Þegar svo Rússland, eftir lát Stalíns, lifði erf- iða tíma innra með sér, sannfærðist ég um, að ég hafði engan rétt til að hlúa að mínum japanska einkagarði í skáldskapnum. Og hin birtingur 27

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.