Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 50

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 50
Næstu tíu mínútur — viS eygjum ekki lengra en svo, og við þurfum ekki að fara lengra. Ef listin á sitt himnaríki, er það þessi stund. Ef nokkur tengsl verða gerð við söguna, verða þau samkvæm þeim sannindum sem dregin eru saman í þessum orðum de Koonings: „Sagan hefur ekki áhrif á mig. Ég hef áhrif á hana.“ Þórir Ragnarsson og Atli Heimir Sveinsson þýddu TIL LESENDA Með þessu hefti lýkur 12. árgangi Birtings. Fyrsta hefti ársins 1967 er þegar fullsett og búið til prentunar. Kemur það út fyrir áramót. Árgjaldið 1966 féll í gjalddaga við útkomu seinasta heftis, en innheimta þess hefur að yfirlögðu ráði verið látin bíða lokaheftis að þessu sinni. Mega kaupendur nú eiga von á rukkun innan tíðar, og bið ég þá að greiða fljótt og vel úr erindi innheimtumannsins. Áskriftargjaldið hefur verið óbreytt fyrir þrjá seinustu árganga, en viðreisnin lætur ekki slíka verðstöðvunar- stefnu viðgangast lengur en orðið er. Verðum við því efalaust að hækka gjaldið eitthvað á næsta ári. Birtingur þakkar lesendum liðna tíð og óskar þeim árs og friðar. Einar Bragi 48 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.