Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 18

Birtingur - 01.06.1966, Blaðsíða 18
þurfi þá skoðun, að upphitun húsa hafi lokið, þegar langeldar lögðust niður. Sýnt er, að íslendingar hafa setið í upphituðum híbýlum langtum 13 lengur. Úttektir sýna meðal annars 70 ónshús um og eftir miðja 18. öld, seinasta heimild frá 1823. Baðstofan verður ekki að svefnhúsi fyrr en í lok 18. aldar á höfuðbólum að minnsta kosti. í rauninni má segja, að skálinn flytjist inn í baðstofuna, þ.e.a.s. innrétting hans, en hann verður síðan að skemmu. Þetta er í vissum skilningi afturför. Þróun þessi er samstiga allsherjar umskiptum á húsaskipan fslendinga, sem eiga sér stað í lok 18. aldar og í upphafi þeirrar 19. og er ekki lokið fyrr en um og eftir miðja öld, byltingu vildi ég jafnvel kalla það. Það er í þessum umbrotum, sem burstabærinn verður til. En það er önnur saga og verður ekki rædd hér. Enn vildi ég minnast á hús, sem hverju höfuðbóli fylgdi: skemmuna. Hún er ávallt rammbyggileg, því að hún geymir verðmætasta forða búsins. Þær voru oft margar. í Snóksdal hjá Daða bónda eru þær til dæmis 8. Auk þess er svo smiðjan og flest þau útihús, sem við könnumst við frá síðustu öld: Fjós, brunnhús, hlöður, fjárhús, lambhús, hesthús, og við sjávarsíðuna hjallar og naust. Eitt hús hef ég ekki nefnt, sem fylgdi flestum höfuðbólum og ef til vill er þeirra merkast, ekki sízt frá byggingarlistar sjónarmiði, en það er kirkjan. Of löng saga er af því, sem ekki vinnst tími til að rekja nú, en hætt er við, að ýmislegt óvænt komi þá í ljós, sem teljist til meiri háttar tíðinda í íslenzkri menningarsögu. Allar teikningar sem fylgja grein þessari eru eftir höfundinn, Ilörð Ágústsson, nema annars sé getið. 16 BIRTINGUR

x

Birtingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.