Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 13
Nokkrar orðskýringar 11
niðadimmur af þoku’: stumt af mjfirka, sbr. einnig d. stum ‘þögull, mál-
laus’, sem er tökuorð úr þ., sbr. nþ. stumm, fhþ. stum (s.m.) og holl.
stom ‘þögull, heimskur’. Orðsift þessi er líklega í ætt við stama, stamur
og stemma, af germ. og ie. rót *stem- ‘hefta, stöðva .. .’, og þaðan
ffixlast svo merkingar eins og stybbukennt loft, stemmukennt ryk, stamt
hrím eða hrímþoka, stans eða hik, þungur, slitróttur andardráttur,
o. s. frv. í nno. kemur fyrir so. stymja ‘anda þungt, stynja’, sbr. ísl.
stymja í svipaðri merkingu. Af sama toga eru vísast ísl. stumra ‘staulast,
anda þungt, bjástra yfir’, sbr. og nno. stumra og stumla ‘hökta áfram,
hnjóta . . .’ og stumsa ‘stama, hökta á orðum’. í físl. kemur fyrir hvk-
orðið stund. ‘ryk, dust’, sem gæti verið sömu ættar og stum og stymja
og þá < *stumða- eða *stumiða-.
Ég hef hyllst til að tengja þessi orð, þ. e. stum og stymja, við stama
og stamur (germ. rót *stem-). Skyldleiki við e. steam, fe. stéarn ‘gufa;
reykur’ er þó ekki óhugsandi, en fremur ólíklegur, einkum ef fe. stéam
skyldi vera í ætt við þ. staub og stieben (<*staubma-).
4. Brum og bruma
Það var í II. bindi Eyfellskra sagna (bls. 73) sem ég rakst á hvk-orðið
brum í annarri merkingu og öðru sambandi en ég hafði áður kynnst.
Þar gat að lesa eftirfarandi umsögn: „Sjóimir féllu fyrir framan bátinn,
svo að hann lenti einungis í bruminu4 af þeim.“ Auðsætt virðist af sam-
henginu að orðið brum merki hér sjávarlöður eða -froðu, enda hefur
Þórður Tómasson safnvörður í Skógum, sem safnaði sögunum og sá um
útgáfu bókarinnar, staðfest það í bréfi til Orðabókar Háskólans. Segir
hann að faðir sinn og fleiri þarna eystra hafi þekkt og notað þetta orð.
Annar heimildarmaður af þessum sömu slóðum kannast líka við orðið
°g telur að það hafi verið algengt í máli sjómanna þarna og oft hafi þeir
talað um brumið af öldunni. Þá greinir heimildarmaður upprunninn í
Vestmannaeyjum svo frá að þar hafi þekkst bæði no. brum í áður-
greindri merkingu og einnig so. að bruma. Menn hafi t. d. tekið svo til
orða: Það sást í brumið af Faxaskeri — þ. e. í hvíta brimfroðuna —
eða: Það brumar við Berggang — þ. e. það er brimlöður þar. Orðafar
þetta virðist þó mjög staðbundið og takmarkast við lágsveitir Rangár-
4 í bókinni stendur bruminn, en þaS er prentvilla að sögn Þórðar Tómassonar
safnvarðar í Skógum.