Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 239
Ritdómar
237
atriðið, fa þó onóga unifjöllun, og það leiðir til þess að frásögnin verður óskýr,
og stundum mæla dæmin sem nefnd eru einfaldlega gegn því að hljóðferli séu
hindruð á mörkum liða í samsettum orðum, eins og framburðurinn [aurdnes] eða
[audnes] á Antes, sem ég þekki raunar ekki.
Þriðja dæmið sem höfundur tekur um ferli er afröddun önghljóða og fleiri
hljóða við óraddaðar aðstæður. Höfundur ætlar sér ekki að gera tæmandi grein
fyrir þessum atriðum, sem varla er von, nefnir einungis dæmi um tvenns konar
umhverfi fyrir afröddun, þ. e. á undan órödduðu önghljóði [s] og á eftir órödduðu
hljóði á undan þögn. Ónákvæmni gætir hér í því t. a. m. að regluna sem gerir
grein fyrir afröddun á undan samhljóði, eins og hún er sett fram á bls. 78, má
skilja þannig að afröddun gerist á undan öllum órödduðum hljóðum, en það
kemur ekki heim við það að í göfga [gövga], ryðga [riðga] o. s. frv. koma fram
rödduð önghljóð á undan órödduðu lokhljóði.
Síðasta dæmið um ferli í íslensku er af lengd hljóða. í upphafi eru nefndar
leiðir sem fræðimenn hafa farið í greiningu lengdar í íslensku. Hér þykir mér
heldur miklu púðri eytt í að nefna ólíkar kenningar fræðimanna en of lítið gert
að því að útskýra á sem skiljanlegastan hátt hvert vandamálið er og ræða þær
forsendur sem hægt sé að ganga út frá þegar ólíkar lausnir eru metnar. Höfundur
virðist gera ráð fyrir því að hljóðfræðilegar rannsóknir geti gert kleift að gera
upp á milli ólíkra tillagna. Hann segir t. a. m. að rannsóknir Söru Garnes bendi
til þess að lengd geti greint milli langra og stuttra sérhljóða, en varla milli langra
og stuttra samhljóða. (Þetta mun raunar vera mjög frjálsleg túlkun á niðurstöðum
mælinganna, sbr. t. a. m. grein Eiríks Rögnvaldssonar í þessu hefti.) í samræmi
við þá skoðun sína að mállýskumunur sé milli norðlensku og sunnlensku, þannig
að í þeirri síðarnefndu sé ekki til nein samhljóðalengd, setur höfundur fram tvær
lengdarreglur, sína fyrir hvora mállýskuna.
Megininntak reglunnar fyrir sunnlenskuna er að sérhljóð sé stutt ([-Hangt]) á
undan önghljóði, nefhljóði, hliðarhljóði eða sveifluhljóði að viðbættu öðru sam-
hljóði. Ljóst, skips ([sgjifs], samanber hér að framan), iljar o. s. frv. hafa því stutt
sérhljóð. (Höfundur gerir ráð fyrir því að hið eðlilega ástand sérhljóða sé að vera
Iangt, þar sem einungis löng sérhljóð geti staðið ein sér. Þetta er athyglisverð
hugmynd.) Það sem stingur mest í augun við þessa reglu er það að hún tekur ekki
til lokhljóða á eftir sérhljóðum. I orðum eins og labba, sem samkvæmt skoðun
höfundar er borið fram með stuttu sérhljóði og stuttu samhljóði í sunnlensku,
virðist gert ráð fyrir því að stutta sérhljóðið sé á einhvern hátt baklægt (eða eðli-
legt), enda þótt þetta stangist á við þann skilning að öll sérhljóð séu iöng að
upplagi. í öðrum tilvikum segir að stutt sérhljóð sé „orðmyndunarlegt atriði“ (bls.
81). Ekki er ljóst hvers vegna höfundur skilur á milli stuttra sérhljóða á undan
lokhljóðum eins og í gefnir og heill (sem líklega eiga að falla í flokkinn „orð-
myndunarleg atriði“) og á undan önghljóði eins og í Ijóst. Ég finn hvergi neinn
rökstuðning fyrir því að lokhljóð eru ekki tekin með í regluna á bls. 80.
Lengdarreglan fyrir norðlensku er sett fram á svipaðan hátt og reglan fyrir
sunnlensku, nema hvað hér er sérhljóð látið vera stutt á undan löngu samhljóði
(raunar gleymist að taka það fram í reglunni að það sem á eftir sérhljóðinu fer sé