Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 88
86
Höskuldur Þráinsson
frá 16. öld (Björn K. Þórólfsson 1925:104). í (59) eru sýnd nokkur
dæmi, en fyrirbærið er alþekkt í nútíðarmáli:
(59) 1 þad riettelegt götz og arf i fóstu og lausu sem ad þeim sialfum
tilheyrir (OH, 16. öld)
2 þat lios sem at er i þier (Málið:129)
3 fyrer þeim allra hæsta Gude | sem ad styrer Himne og J0rdu
(Sprache:362)
4 Almattuge Eilijfe Gud | sem ad vardueiter þijna Heilaga
Kristne (OH, 16. öld)
5 enn i hinum siaalfann sig | sem ad blijfur (OH, 18. öld)
6 Engið er stórlega fordjarfað af snjóflóðum, sem að á eykst
árlega (OH, 18. öld)
7 biður hann að koma og sjá sýn sem að sé á loftinu
(OH, 19. öld)
8 Þeir eru farsælir, sem að dánir eru (OH, 19. öld)
Nú er þess að gæta að það er nokkrum vandkvæðum bundið að
ganga alveg úr skugga um hvers eðlis elstu dæmin um sem að eru, því
að á 16. öld og fram eftir öldum tíðkaðist að hafa tilvísunarorð eins og
er, eð, að á eftir tilvísunarfomöfnunum hver, hvað o. fl. (sjá 2.2.5 hér
að framan). Þess vegna gætu sum elstu dæmin um sem að verið svipaðs
eðlis. Til þess bendir t. d. að auk sem að koma fyrir gerðirnar sem eð
og sem er í elstu heimildunum, þótt þær séu sjaldgæfar (Bandle 1956:
362) og þar er líka til að sem og að séu aðskilin, þótt það sé líka sjald-
haft (Jón Helgason 1929:129). Við sáum þó áður dæmi um aðskilin
hver . . . er ((42)4), svo að þama em ákveðin líkindi á milli:
(60) 1 Og hann sem er Brædra a medal Reiser sundurþycke
(Sprache:362)
2 so sem eg tok hana fra þeim sem ed var fyrer þig (s. st.)
3 Svo er nu eckert fordæmiligt a þeim sem i Kristo Iesu at em
(Málið:129)
4 dætur Guðrúnar Ögmundardóttir að nefndri Flatey, sem eð
em undir móður sinnar fjárhaldi (OH, 18. öld)
Það er þó auðvitað ljóst að í nútíðarmáli lifir sem að góðu lífi í daglegu
tali, alveg eins og ef að, þegar að o. fl. sambönd með tengingum (og
sem að að rétt eins og ef að að), þótt nú séu ekki lengur notuð til-
vísunarorð eins og er, eð, að á eftir öðmm tilvísunarorðum. Þess vegna