Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 112
110
Jón Friðjónsson
(39)b Sem /jáye/í'/háseta skráði hann sig á togara
Slík dæmi eru til þess fallin að auka á óvissu um sambeygingu í sem-
lið. Ef litið er á dæmi (36)-(42) í heild, benda þau því til hins sama
og dæmi (29)-(35), þ. e. með valfrjálst afturbeygðum sögnum ríkir oft
óvissa um sambeygingu í yem-lið, oftast er frumlæg eða andlæg sam-
beyging möguleg, en merkingarfræðileg atriði geta þó útilokað annan
hvorn möguleikann í einstökum dæmum.
3.2
í kafla 2.1 kom fram, að með valfrjálst afturbeygðum sögnum er
unnt að sambeygja ákvæðisorð í yem-lið annaðhvort frumlagi eða and-
lagi — oft með merkingarmun. í dæmum (29)-(42) eru allar sagnirnar
valfrjálst afturbeygðar, með fyrirvara um dæmi (29). Þar sem frumlag
og andlag er í öllum tilvikum ein og sama persónan, skiptir litlu máli
merkingarlega, hvort frumlagið eða andlagið er valið sem viðmiðunar-
póll. Afleiðingin verður sú, að fallanotkun í slíkum dæmum verður
allnokkuð á reiki í nútíma íslensku. Skylt er þó að geta þess, að miðað
við þau dæmi, sem ég hef undir höndum, er tilhneiging til þess að nota
fremur nefnifall en þolfall (25:17) í dæmum hliðstæðum (29)-(42).
Ástæður þessa gætu verið tvær. í fyrsta lagi skiptir sjaldnast máli
merkingarlega, hvort notað er nefnifall eða þolfall, eins og að ofan
gat, og í öðru lagi kunna skyldubundið afturbeygðar sagnir að hafa
nokkur áhrif, en með slíkum sögnum er viðmiðun alltaf frumlæg, sbr.
2.2.
3.3
í kafla 2.2 voru sýnd dæmi þess, að með skyldubundið afturbeygð-
um sögnum kemur aðeins frumlæg sambeyging í yem-lið til greina. í
kafla 3.1 var sýnt, að með flestum valfrjálst afturbeygðum sögnum
kemur hvort tveggja til greina, frumlæg og andlæg viðmiðun, án þess
að merking breytist. En einnig eru auðfundin dæmi, þar sem aðeins
andlæg viðmiðun kemur til greina með valfrjálst afturbeygðri sögn.
Sem dæmi þessa skulu eftirfarandi setningar tilgreindar:
(43) ... þegar Toinette dulbýr sig sem lœkni
(44) Hún leit á sig sem manneskju
(45) Jaffet lærðist að líta á sig sem Grœnlending
(46) í sjötta bekk skoðaði hann sig sem meðlim félagsins