Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 260
258
Leiðbeiningar um frágang handrita
(einnig í athugasemdum, heimildaskrá, töflum o. s. frv.) og slá eitt staf-
bil á eftir kommu og tvö á eftir punkti, svo sem venja er. Sé handskrift
óhjákvæmileg, verður hún að vera auðveld aflestrar. Miklu máli skiptir
að nöfn og tæknileg eða vísindaleg orð og tákn séu skýr og greinileg.
Spássíur skulu vera stórar, a. m. k. 3 sm á alla vegu, svo að hægt sé að
skrifa á þær leiðréttingar og leiðbeiningar til setjara. Blaðsíður handrits
skulu tölusettar í röð í hægra horni að ofan.
Einföld undirstrikun orða í handriti táknar að þau skuli ská-
letruð. Slík undirstrikun skal aðeins notuð til að auðkenna heiti tímarita
og bóka og til þess að aðgreina orðhluta, orð og orðasambönd sem
tekin eru sem málleg dæmi eða viðfangsefni inni í meginmáli eða
athugasemd. Dæmi: í grein í Gripíu 3 fjallar Halldór Halldórsson um
orðið brúsi. — Dæmi úr málum sem ekki nota latneska stafrófið
(rússnesku, grísku, japönsku o. s. frv.) skal umrita með latneskum
stöfum nema sérstök ástæða sé til annars. íslenskar þýðingar erlendra
dæma í meginmáli skal afmarka með einföldum (enskum) tilvitnunar-
merkjum. Dæmi: í greininni er fjallað um merkingu enska orðsins cup
‘bolli’. — Endurgerðar orðmyndir skulu merktar með stjörnu, *, svo
sem venja er. Hljóðrituð dæmi skulu höfð innan homklofa, [ ], og skal
þar reynt að fara sem næst íslenskum hljóðritunarvenjum og/eða hinu
alþjóðlega hljóðritunarkerfi I.P.A. Hljóðkerfisleg tákn (fónem) má hafa
á milli skástrika, / /. Stafsetningartákn má afmarka með einföldum
tilvitnunarmerkjum. Dæmi: Hann skrifar Elvar með ‘v’ en ekki ‘f’. —
Einstaka bókstafi eða hljóðtákn sem ekki em auðkennd á þennan hátt
skal undirstrika. Dæmi: Greinin fjallar um langt f í íslensku. — Orð
sem nauðsynlegt þykir að leggja sérstaka áherslu á, önnur en málleg
dæmi, má auðkenna með bugðóttri undirstrikun (feitt letur) eða tvö-
faldri undirstrikun (hásteflingar).
Heilar setningar sem teknar em sem dæmi á kerfisbundinn hátt
skulu merktar með arabískum tölum í svigum. Best er að nota eina
töluröð frá upphafi ritgerðar til enda. Fyrir tengd dæmi sem sýnd em í
einu má nota sömu tölu í svigum og auðkenna afbrigðin með a, b, c ...
(fast við sviga). Afbrigðilegar og málfræðilega rangar setningar má
auðkenna með ?, *, ??, ** o. s. frv. Dæmi: