Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 78
76
Höskuldur Þráinsson
hann, hvað sem það merkir í smáatriðum — sjá Runólfur Jónsson
1688:61-62). Af þessu má ráða að hann hafi ekki talið er, eð til for-
nafna heldur smáorða, a. m. k. í þessum samböndum.
Mörgum mun þó þykja sögn Rasks öll merkilegust. í málfræðibók
sinni frá 1818 bendir hann fyrst á að sem tilvísunarorð og spumarorð
séu notuð að nokkm leyti sömu orðin, svo sem hvort, hvert, o. fl. (Rask
1818:123). Síðar segir þó að smáorðin (partiklar) er (es) og eð séu
eingöngu tilvísunarorð og að orðið sem sé eiginlega samanburðar-
tenging en notað í yngra máli eins og er og eð (Rask 1818:125). Raunar
er öll þessi upptalning spurnar- og tilvísunarorða í kafla sem heitir Om
Pronomina (Um fornöfn), en síðar í bókinni er sagt að „partiklar“ séu
þau orð kölluð sem ekki beygjast (Rask 1818:170), og raunar er
spurnaratviksorðið hversu líka talið upp í sama kafla og tilvísunar-
orðin.
Þýskar málfræðibækur kalla sem og er líka gjarna smáorð (Parti-
keln), svo sem Heusler (1962:77), Gutenbranner (1951:119-120),30
Ranke & Hofmann (1967:54). Sama nafngift er notuð í bókum Noreens
(1970:319) og Bandles (1956:360). Lindblad kallar sem, er, eð líka
yfirleitt smáorð eða tilvísunarsmáorð (partiklar, relativpartiklar) í sinni
bók (1943, t. d. bls. 110-117) og greinir þau þannig frá tilvísunarfor-
nöfnum (relativpronomen) eins og hver t. d. (1943:118 o. áfr. t. d.).
En það er auðvitað ekki mikið sagt með því að kalla eitthvert orð
smáorð, því að ýmsar tegundir era til af smáorðum eða óbeygjanlegum
orðum. Fáir málfræðingar virðast þó hafa treyst sér til að greina til-
vísunarorðin nánar. Þó kallar Diderichsen som í dönsku samtengingu
(1966:208, 209), en ástæðan virðist helst vera sú að mest samræmi sé
í því að greina „sama orðið“ alltaf sem sama orðflokk og þess vegna
sé miður heppilegt að kalla som ýmist tilvísunarfomafn eða samteng-
ingu (samanburðartengingu) (sama rit bls. 72-73). Jespersen (1965:85)
stakk líka upp á því að greina enska tilvísunarorðið that sem sam-
tengingu, og sú hugmynd hefur átt vaxandi fylgi að fagna meðal mál-
vísindamanna (sjá t. d. Lightfoot 1979:314 o. áfr. og rit sem þar er
vitnað til). Svipuð rök virðast liggja til þess að kalla t. d. som í norsku
og sænsku tilvísunartengingu („complementizer“ eða „clause introdu-
cer“ — sjá Taraldsen 1978:625-627; sjá líka Andersson 1975:197).
30 Hjá Gutenbrunner eru sem og er raunar flokkuð með „Pronominaladverbia"
eða fornafnaatviksorðum, hvernig sem á að skilja það í smáatriðum.