Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 223
Ritdómar
221
Fáein atriði önnur um stofnhlutakaflann: Kristján nefnir að margar áhrifssagnir
(t. d. lesa, kvœnast) geta staðið án andlaga sinna (bls. 40). Mér líst vel á þá hug-
mynd (bls. 41) að þá sé einfaldast að gera ráð fyrir því að sögnin hverfi úr flokki
Sga yfir í flokk Sgc. Óþarft er þá að gera ráð fyrir tómaandlagi í greiningu. — Að-
greining einkunnar og viðurlags (bls. 43-44) hlýtur ónóga umfjöllun því að hér
er um vandasamt atriði að ræða sem ekki er kynnt í grunnskólanámi. (Að vísu er
aftur vikið að viðurlagi (bls. 85) en þá einungis til samanburðar í lýsingu á lausum
tilvísunarsetningum.) — Á bls. 45 eru forsetningarliðir taldir geta verið lýsendur
með nafnlið (t. d. Jón á Hóli). Forsetningarliði telur Kristján annars til atviksliða
svo að hér getur nemendum orðið ráðafátt um greiningu enda hvergi sett fram í
reglu hvernig hentugast sé að greina slíka forsetningarliði í hríslumynd. — Atviks-
liðum skiptir Kristján í þrjá aðalflokka: háttarliði sem heyri til sagnlið, og tíðar-
og staðarliði sem séu sjálfstæðir stofnhlutar í setningu. Hér er þó um grófa flokkun
að ræða og getur verið áhorfsmál hvort atvikslið beri að telja sjálfstæðan stofn-
hluta eða flokka hann sem lýsanda með sögn. Raunhæfara sýnist að gefa ekki
ákveðnar reglur um þetta atriði, heldur meta merkingarlega stöðu atviksliðar
hverju sinni; því nánari sem tengsl hans eru við sögn þeim mun eðlilegra er að
flokka hann með sagnlið. Þessu tengt er það fyrirbæri þegar sögn myndar eina
merkingarheild með forsetningu (horfa á, hlakka tii). Hér virðist eðlilegt frá
merkingarlegu sjónarmiði að líta á forsetninguna sem hluta af sögninni og greina
í einu lagi sem áhrifssögn; virðist Kristján hallast að þeim skilningi (bls. 58). Þó er
svo að sjá sem forsetningar í slíkum samböndum haldi samt forsetningareðli sínu
og myndi formlegan forsetningarlið með eftirfarandi fallorði þar sem flytja má
slíkan forsetningarlið í heilu lagi (sbr. Við horfðum á myndina, Á myndina horfð-
um við lengí), en það gildir ekki um smáorð eins og t. d. upp, niður, til sem líka
geta myndað „merkingarlega heild“ með sögnum (sbr. Við þvoðum upp öll glösin
en ekki *Upp öll glösin þvoðum við — sjá Höskuldur Þráinsson 1979:5-6).
I kaflanum um stofnhlutareglur og ummyndanir fjallar Kristján fyrst um ein-
faldar (ósamsettar) setningar og setur fram reglur um myndun þeirra og einstakra
stofnhluta. Hér er skýrt á málum haldið og þegar tekið til við einfalda setninga-
greiningu með hríslumyndum. Kristján fer þá leið að tengja greininguna fyrst að
öllu leyti við yfirborðsgerð setninga. Það ósamræmi, sem þannig kemur fram við
djúpgerðargreiningu (næsta lítið því að greiningardæmi eru einföld), notar hann
síðan til að innleiða hugtakið ummyndun. Hér setur Kristján stofnhlutareglur
sinar fram formlega í ellefu þrepum og sameinar þá gjarnan einstakar reglur um
sama stofnhluta þegar færi gefst. Reglur þessar eru afdráttarlausar og auðvelt að
beita þeim við greiningu og könnun setninga en þó tæplega nógu ítarlegar; nafn-
liðarformúlan hefði t. d. mátt taka til fleiri lýsenda, t. d. eignarfallseinkunnar,
hliðstæðra fornafna og töluorða. Á forsetningarlið sem lýsanda hefur þegar verið
minnst. Einnig hefði verið æskilegt að sýna reglu um fullgreiningu aukafallsliðar.
Hugtökin djúpgerð og yfirborðsgerð eru næst til umræðu. Þessi hugtök hafa
reyndar fyrr verið kynnt í bókinni, í kaflanum um ummyndunarmálfræði bls. 32-
35). (Heitið málmyndunarfræði er af ýmsum öðrum notað um þessa málfræði-