Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 93
T ilvísunarfornöfn?
91
þessu leyti eru sem og er frábrugðin hver t. d., sbr. líka að hið síðast-
nefnda hefur mismunandi myndir eftir því til hvers er vísað (hver, hvert,
hverjir, hverjar o. s. frv.). í öðru lagi yrði að telja tilvísunarorðin sem
og er óvenjulega fjölhæf fomöfn hvað merkingarlega tilvísun snertir,
ef fornafnskenningunni væri haldið til streitu, því að þau yrðu þá að
geta „vísað til“ svo að segja hvers sem er, en það geta fornöfn yfirleitt
ekki. En ef þessi orð eru ekki fomöfn heldur tilvísunartengingar, er ekki
undarlegt þótt eyðurnar í tilvísunarsetningunum geti verið af ýmsu
tagi — þ. e. svarað til mismunandi liða í undanfarandi setningu.
4. Lokaorð
Nú þykir líklega mörgum mál að linni þessari umræðu um íslensk
tilvísunarorð. Ef dregin era saman aðalatriði þessarar umræðu, gætu
þau orðið á þessa leið:
í fyrsta kafla var rætt um orðflokka almennt og bent á að þeir hafa
þrenns konar einkenni — þ. e. beygingarleg, setningarleg og merk-
ingarleg. Þar var líka rakið að tilvísunarorðin sem og er eru yfirleitt
talin til fomafna í íslenskum kennslubókum, þótt ekki sé auðhlaupið
að því að sjá á þeim nein fornafnaeinkenni. í öðmm kafla var gefið
yfirlit yfir helstu gerðir tilvísunarorða og tilvísunarsetninga sem þekktar
eru. Einnig var þar rakið hvaða tilvísunarorð koma helst fyrir í íslensk-
um málheimildum og bent á að sum þeirra (sá, hver . . .) hafa ótvíræð
fomafnseinkenni en önnur ekki (er, eð, að, sem . ..), enda hafa ýmsir
málfræðingar komið auga á þennan mismun. í þriðja kafla var svo
rakið lið fyrir lið hvað það er sem sýnir að sem og er (og e. t. v. önnur
tilvísunarsmáorð) hegða sér ekki eins og fomöfn heldur miklu fremur
sem tengingar.
Niðurstaðan verður því sú að venjulegar íslenskar tilvísunarsetn-
ingar séu af þeirri gerð sem sýnd var í (31)2 og algeng er um allan heim
— þ. e. (69):
(69) ...Nlhö[stt. ... 0 ...]
Hins vegar era tilvísunarsetningar sem tengdar era með hver, hvað
o. fl. slíkum tilvísunarfornöfnum af gerðinni (31)4, sem a. m. k. er
algeng í indóevrópskum málum — þ. e. (70):
(70) ... Nlhö[stfn. ...0...]
Hinar tvær gerðirnar koma raunar líka fyrir sem afbrigði, þ. e. ótengd