Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 169
Hugleiðingar um samband málfrœði og hljóðfrœði 167
þau eru; raunverulegt hljóð — hið eina sanna og raunverulega mál-
hljóð — má segja að sé það hljóð, sem við heyrum. Við heyrum það
vissulega ekki eins og vélar og tæki skrá það, heldur skynjum við það
sem fyrirbæri í kerfi tungumáls, sem við þekkjum, oftast móðurmálsins.
Vélar og tæki geta því undir engum kringumstæðum komið í stað
heyrnarinnar. Þær geta í hæsta lagi verið viðbót eða uppbót við það,
sem við heyrum, en aldrei geta þær sagt, hvað við heyrum. Það sem
hægt er að skrá með tækjum, eru eðlisfræðileg fyrirbæri, sem liggja til
grundvallar því, sem við heyrum og skynjum. Þessi fyrirbæri eru grund-
völlur þess, sem við heyrum og þau valda því, að við heyrum á vissan
hátt. Þau verður að heimfæra upp á viss málleg fyrirbæri, þ. e. hljóð-
kerfi ákveðins tungumáls, ef það á að hafa yfirleitt nokkra þýðingu
að gera athuganir með mæli- og skráningartækjum í hljóðfræði. Þetta
hefur mjög afdrifaríkar afleiðingar, sem draga má saman á eftirfarandi
hátt:
1- Málkerfið er fyrir hendi óháð hljóðbylgjunum. Það verður því að
ganga út frá hljóðkerfi tungumálsins til að unnt sé að gera hljóð-
fræðilegar rannsóknir. Hið gagnstæða er ekki rétt. Hægt er að rann-
saka mál- og hljóðkerfi, án þess að nota nokkur tæki til þess.
2. Ekkert málfræðilegt hugtak er hægt að skilgreina á grundvelli
efnislegra fyrirbæra eingöngu. Því verðum við að segja, að mál-
hljóðið sé leitt af fóneminu, en fónemið ekki af málhljóðinu eins og
Trubetzkoy hélt fram (1962:34-36). Málhljóð er því hljóðlegt fyrir-
bæri, sem í efnisheiminum er fulltrúi aðgreinandi einingar, fónems, í
kerfi tungumáls. Fónemkerfi tungumáls er ramminn, sem málhljóðin
markast af, og það er hann sem gerir okkur kleift að greina deilnar
einingar innan hinna eðlisfræðilegu fyrirbæra, sem talmálið birtist í
(sjá 3. lið hér að neðan).
Af því sem hér var sagt verður ljóst, að hljóðfræði getur ekki verið
til sem óháð vísindagrein. Hún er aðeins möguleg ef hún nýtur stuðn-
ings hljóðkerfisfræði og er henni jafn traustlega bundin og báðar
síður pappírsblaðs eru bundnar hvor annarri. Tækjahljóðfræði er enn
takmarkaðri, því að hún er í raun og veru aðeins hugsanleg sem eins
konar hagnýt hljóðkerfisfræði. M. ö. o., hljóðkerfisfræði er möguleg
án tækjahljóðfræði, en hin síðarnefnda er óhugsandi án hinnar fyrr-
nefndu.