Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 215
STEFÁN KARLSSON
Blóðkýlar
Fornmálsorðabækur tilgreina nafnorðið blóðkýll með ögn mismunandi
skýringum: „(et Skjeldsord, eg. Blodbœlg) Blodhund“ (Eiríkur Jónsson
1863); „a blood-bag; metaph. a blood-sucker, a leech“ (Cleasby og
Guðbr. Vigfússon 1874); „Blodpose“ (Fritzner 1883-96); „blodsekk;
yverfprt: blodsugar“ (Hægstad og Torp 1909; sbr. einnig Heggstad 1930
og Heggstad, H0dneb0 og Simensen 1975).
Tvær þessara orðabóka — þeirra Guðbrands og Fritzners — vísa til
einnar og sömu heimildar um notkun orðsins, en það er Ólafs saga
Tryggvasonar hin mesta (Fms II: 317 = ÓlTrEA II: 272). Þar er verið
að segja frá Svöldrarorustu, og er farið að halla á Ólaf konung:
en Danir ok Svíar lögðu þá í skotmál öllumegum at skipum Óláfs
konungs, en Eiríkr jarl lá ávallt síbyrt við skipin ok átti höggorrostu,
en svá sem menn fellu af skipum hans, þá gengu þegar aðrir upp í
staðinn, Danir ok Svíar, blóðkýlarnir, hvíldir ok ómóðir ok ekki
sárir.1
Þess skal getið að um þetta skeið Ólafs sögu er aðeins fjórum hand-
ritum til að dreifa, sem textagildi hafa, og tvö þeirra hafa þann texta sem
hér er tekinn upp, C1 (AM 54 fol.) og C2 (Perg fol. nr. 1 (Bergsbók)),
en í tveimur, B (AM 53 fol.) og D2 (Flateyjarbók), standa ekki orðin
>,Danir ok Svíar, blóðkýlarnir“, og auk þess eru þar önnur frávik sem
ekki skipta máli hér. Orðin „Danir ok Svíar“ eru trúlega upphafleg í
sögunni, því að þau eiga sér samsvörun í Heimskringlu (HkrFJ I: 445),
sem er aðalheimild Ólafs sögu hinnar mestu í þessum pósti,2 en ósagt
skal látið hvort „blóðkýlamir“ hafa verið í frumriti sögunnar eða þeir
em viðbót í C-flokki handrita hennar.
1 Hér er einungis tekinn upp aðaltexti (AM 54 fol.) og stafsetning hans sam-
ræmd og greinarmerkjasetning.
2 Aftur að orðinu „blóðkýlarnir“ er Ólafs saga að heita má orðrétt samhljóða
Heimskringlu, en orðin sem á eftir fara, „hvíldir — sárir“ (og þó einkum lesbrigði
B og D2) eiga sér samsvörun í Ólafs sögu Odds (ÓlTrFJ: 219).