Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 49
47
Lengd íslenskra samhljóða: Vitoð ér enn — eða hvat?
1974:122; sbr. Höskuldur Þráinsson 1978:32) frekar en hljóðkerfis-
legum reglum.
Varðandi mun á löngu og stuttu /r/ ber Magnús íslensku saman við
rómönsk mál, og segir að „encore aujourd’hui l’espagnol a une opposi-
tion longue/bréve pour le r (p. ex. caro „cher“ = carro „voiture“)
alors que toutes les autres oppositions quantitatives sont depuis long-
temps disparues“ (1978d:81). En Allen (1964:305, 310) telur aðgrein-
inguna í slíkum pörum einmitt ekki vera stutt:langt, heldur slakt:þanið
(lax:tense). Ladefoged (1975:148) kallar þetta hins vegar mun á slátt-
arhljóði (tap, þ. e. [f]) og sveifluhljóði (trill, þ. e. [r]). í íslensku
hefur stutt /r/ oftast aðeins eina sveiflu (Magnús Pétursson 1976a:41),
°g sýnist mér ekki ótvírætt að það sé fremur sveifluhljóð en sláttar-
hljóð.
4.1.2
Flestir virðast nú vera sammála um, að frá hljóðkerfislegu sjónar-
miði séu aðeins tvö lengdarstig í íslensku (sjá t. d. Magnús Pétursson
1978d:83; Höskuldur Þráinsson 1978:32). Því hefur einnig verið haldið
fram (Hreinn Benediktsson 1963; sjá einnig Plotkin 1974), að hljóð-
kerfisleg lengd sé ekki til í íslensku, heldur skuli greina löng samhljóð
sem tvöföld, og fjöldi samhljóða ráði síðan lengd undanfarandi sér-
hljóðs, sem sé því allófónísk. Þótt lengd sérhljóðsins virðist ráða mestu
varðandi skynjunina (Games 1974; Jörgen Pind 1979), þarf það ekki
að tákna að sérhljóðin séu bæði löng og stutt hljóðkerfislega séð, því
að baklæg gerð og aðgreinandi hlutverk era tvö ólík hugtök, sem ekki
þurfa að fara saman (sbr. Kristján Árnason 1975, 1978).
En ef lengdarstigin eru aðeins tvö, stutt og langt, hvemig á þá að
utskýra „hálfa lengd“ samhljóða, sem sumir hafa gert ráð fyrir (t. d.
Jón Ófeigsson 1920-1924; Stefán Einarsson 1927)? Magnús Pétursson
sogir, í röksemdum sínum gegn „hálfri lengd“ í íslensku, að aukin lengd
fyrsta samhljóðs í klasa á eftir stuttu áherslusérhljóði sé „un fait auto-
matique, non contrólable, lié á Paccentuation" (1978d:83). Á sama hátt
vill Magnús skýra það, að löng lokhljóð mælast, þrátt fyrir allt, lengri
on stutt í sunnlensku í fyrri rannsókn hans (1974b:38-9; munurinn var
frá 0.6 cs milli [c] og [c:] upp í 5.5 cs milli [t] og [t:]); Magnús telur
þetta stafa af því að stutt áherslusérhljóð fer á undan. Mér virðist hins
vegar mun eðlilegra að gera ráð fyrir að þar sem stafsetningin hefur