Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 167
Hugleiðingar um samband málírœði og hljóðjrœði 165
í hita deilunnar var rödd þeirra Zwimerbræðra og Hjelmslevs lítils
megnug. Hljóðfræði og málfræði voru algerlega aðskildar og hlutað-
eigandi vísindamenn ýmist virtu hverjir aðra að vettugi eða börðust
gegn skoðunum andstæðinganna af miklum krafti. Af því blinda ofstæki,
sem oft kom fram í þessum deilum (t. d. hjá Scripture 1902, 1930/32
og í ýmsum ritum hans) höfðu báðar vísindagreinar skaðann, en hvomg
gagn. Hljóðfræði og málfræði sættust ekki fyrr en með birtingu rits
þeirra Jakobsons, Fant og Halle (1952), þar sem höfundarnir sýndu
fram á, hvemig málvísindaleg sjónarmið og árangur tækjahljóðfræði-
legra rannsókna bæta hvort annað upp og em nauðsynlegur þáttur í
því að þekkja og lýsa tungumáli til fullnustu. Enda þótt þannig megi
segja, að sættir hafi orðið árið 1952, hafa deilur aldrei þagnað alveg.
Síðan farið var að nota tölvur í hljóðfræðirannsóknum, hefur komið
fram ný kynslóð hljóðfræðinga, sem trúa því, að með tölvutækni sinni
komist þeir að sannleikanum um eðli tungumálsins (Kohler 1977; Till-
mann & Mansell 1980). Þar hefur því enn einu sinni myndazt andstæða
milli hljóðfræði og málvísinda. Eins og er, er hætta á nýjum klofningi,
sem væri sögulega séð sá þriðji á einni öld.
3- Yfirlit og niðurstöður
Þegar horft er yfir liðna tíð, er óhjákvæmilegt að hugleiða, hvemig á
því stendur, að hljóðfræði og málfræði hafa alltaf við og við aðskilizt
°g samband þeirra verið þrætuepli. Orsakanna er að leita í því fyrir-
hæri, sem málhljóð nefnist og er í senn hluti af efnisheiminum og heimi
hugsunarinnar, eins og að framan var getið. í þessu sambandi er nauð-
synlegt að leita svars við þeirri spumingu, hver sé munur á hljóðeðlis-
fræði og hljóðfræði. í sjálfu sér er enginn munur á hljóðbylgjum mál-
hljóða og annars konar hljóðbylgjum. Enginn getur sagt, þegar hann
sér sveiflurit á pappír eða hljóðróf, hvaða hljóð þar sé um að ræða
°ieð fullri vissu, enda þótt hann geti lýst fullkomlega ýmsum eðlis-
fræðilegum eiginleikum sveiflunnar, svo sem tíðni, hljóðstyrk, tónum
°- ö. Milli hljóðeðlisfræði og hljóðfræði hlýtur því að vera grundvallar-
munur og sá munur getur ekki verið fólginn í hljóðbylgjunum. Enda
eru til hljóðfræðingar, sem ganga svo langt að efast um, að hljóðbylgj-
umar séu yfirleitt hluti af hljóðfræðinni eða viðfangsefni hennar. Þannig
skrifar Catford: „The acoustic phase — the physical sound wave —
is not itself part of the human communicative process of language at