Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 219
Ritdómar
Kristján Árnason. 1980. íslensk málfræði. Kennslubók handa fram-
haldsskólum. Fyrri hluti. Iðunn, Reykjavík. 133 bls.
Málfræðikennsla í íslenskum framhaldsskólum hefur ávallt verið sundurleit og
ber þar margt til: ólík markmið og ólíkar þarfir, misjafn undirbúningur nemenda,
skortur á kennslubókum við hæfi. Tíðindalítið hefur þó verið af þessum vettvangi
þar til á síðustu árum. Ber þar einkum að nefna tvennt: vaxandi áhrif nýjunga í
fræðiheimi málfræðinnar sem fyrst fór að gæta hérlendis veturinn 1972-73 með
tilraunakennslu bókar Jóns Gunnarssonar, Málmyndunarfrœði, í nokkrum mennta-
skólum, og áhrif breytinga sem orðið hafa á kennslu og skipulagi móðurmáls-
kennslunnar á grunnskólastigi á undanförnum 3-4 árum (ný móðurmálsnámskrá
birtist við upphaf skólaárs 1976).
Málmyndunarfrœði Jóns Gunnarssonar (1973), ágæt bók og ítarleg, mun nú
með öllu fallin út af kennsluskrám menntaskólanna, enda fremur við hæfi háskóla-
nema í málfræði en nýnema í framhaldsskólum. Þörf á nýrri kennslubók í mál-
fræði á framhaldsskólastigi er því brýn og ber að taka opnum hug og kannandi
hverri nýrri bók til að bæta þar úr. Bók Kristjáns Árnasonar er athyglisverð til-
raun í þá átt og gildir þó um hana hið sama og aðrar að ekki verður fullséð hvernig
tekist hefur fyrr en veruleg reynsla hefur af henni fengist í kennslu.
Nú má ljóst vera að verulegar breytingar á móðurmálskennslu grunnskóla hin
síðari ár hljóta að vega þungt í mótun íslenskukennslu á framhaldsskólastigi, ekki
sist nú þegar stefnt er að meiri samræmingu námsefnis og kennsluhátta á því stigi
en verið hefur. Er því óhjákvæmilegt að fjalla nokkuð um þær breytingar áður en
vikið er að bók Kristjáns og stöðu hennar í þessu samhengi.
I Aðalnámskrá grunnskóla, móðurmálshluta, er „málvísi“ einn af fjórum megin-
þáttum í námi og kennslu móðurmálsins. í skilgreiningu þessa hugtaks segir þar
(bls. 11) að það eigi við „hvers konar kunnáttu um eðli málsins, sögu þess, form-
gerðir og hlutverk" og að aðalmarkmið málvísikennslu ætti að vera „að fræða
nemendur um form málsins, samhengi þess, merkingar og sögu og dýpka skilning
þeirra á tengslum málþekkingar og málnotkunar". í samræmi við þessa skilgrein-
mgu eru námsmarkmið orðuð í þremur áföngum eftir bekkjum (aldursflokkum)
°g eru þrír bekkir í hverjum. Gert er ráð fyrir verulegum sveigjanleika í náminu,
bæði milli áfanga og innan þeirra (seinfærum nemendum í 4. bekk, sem heyrir til
2. áfanga, geta t. d. betur hæft einhver markmið sem ætluð eru 3. bekk, sem heyrir
M 1. áfanga, o. s. frv.). Málvísimarkmiðum grunnskólans má svo efnislega skipta
1 tvo flokka, annars vegar eru þau sem taka til merkingarfræðslu, hins vegar þau