Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 48
46 Eiríkur Rögnvaldsson
tölur Söru. Örfáar slíkar mælingar sem ég hef gert benda til að þarna
liggi hundurinn grafinn.
4. Niðurlag
4.1 Hljóðkerfisleg vandamál í sambandi við lengdina
4.1.1
Magnús Pétursson er því enn sem fyrr einn á báti; engar aðrar mæl-
ingar styðja þá margítrekuðu skoðun hans að samhljóðalengd sé „ekki
til“ í sunnlensku, og sjálfur virðist hann farinn að efast (sjá Magnús
Pétursson 1978a:179). Hins vegar er ekki hægt að efast um að mæhngar
hans séu réttar; fremur mætti véfengja þær ályktanir sem hann dregur
af þeim. En eins og Höskuldur Þráinsson bendir á (1977:216), eru
skilin milli hljóðfræði og hljóðkerfisfræði oft mjög óljós hjá Magnúsi,
og því erfitt að festa hendur á röksemdum hans og niðurstöðum. Ég
held þó að hann hljóti að vera að tala um hljóðkerfislega greiningu,
þegar hann segir að „Þegar b d g eru stafsett bb dd gg milli sérhljóða
og í bakstöðu eru þau löng“ (1976a:34). Annars staðar segir hann að
í nútímaíslensku séu aðeins til atkvæðategundimar /V:C/ og /VCC/
(1978b:58), en í grein frá sama ári (1978d:81) skiptir hann atkvæða-
tegundum í sunnlensku í 5 flokka: /V:C/, /VC/, /VCC/, /V:r/,
/Vr:/, og segir að sunnlenska „a déjá éliminé le type syllabique /VC:/
(sauf le type /Vr:/) de son systéme. Ce type syllabique a été remplacé
par /VC/ qu’on avait jusqu’á présent considéré inexistant en islandais
modeme“ (1978d:82). Ég get ekki komið þessu heim og saman, nema
með því að leggja Magnúsi þau orð í munn (sem ég efast þó um að
samrýmist skoðunum hans, sjá Magnús Pétursson 1978d:81), að frá
hljóðkerfislegu sjónarmiði séu til í íslensku atkvæðategundimar /V:C/
og /VCC/, en í hljóðfræðilegri (yfirborðs)gerð greinist /VCC/, og
komi fram sem [VCC], ef um tvö mismunandi samhljóð er að ræða, en
[VC], ef þarna er á ferðinni eitt langt samhljóð (nema /r/). Ég sé ekki
ástæðuna til þess að /r/ ætti að skera sig úr öðram samhljóðum hvað
varðar hljóðkerfislega hegðun; hins vegar er ekki óeðlilegt að það geri
það hljóðfræðilega: „Due to the segmental character of the trill the
short r is much less than half the duration of the long rr“ (Games
1974:96). En fyrir þessum mun á /r/ og öðmm samhljóðum mætti
e. t. v. gera grein með hljóðfræðilegum „detail mles“ (sjá Anderson