Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 124
122
Jón Hilmar Jónsson
(19) ?Fjallið er hálfhátt
(20) ?Fjallið er hálflágt
(21) Jakkinn er hálfvíður
(22) Jakkinn er hálfþröngur
Af ofangreindum dæmum er nærtækt að álykta að notkun hálf- sem
stigákvæðis sé með nokkrum hætti háð innbyrðis merkingarsambandi
slíkra lýsingarorða. Áður en lengra er haldið, þykir því nauðsynlegt að
gera nokkra grein fyrir þessu merkingarfyrirbæri, andyrðasamböndum
lýsingarorða.
1.3
Það einkennir mjög lýsingarorð, hversu einstök orð eru merkingarlega
fastbundin öðrum orðum, þannig að þau tvö og tvö, stundum reyndar
fleiri, vísa til mismunandi gildis sama merkingarinntaks. Þegar tvö orð
standa í innbyrðis sambandi af þessu tagi og vísa til gagnstæðs gildis,
er um að ræða andyrði. í sumum tilvikum eru slík lýsingarorð myndan-
lega tengd, fríður : ófríður, þakklátur : vanþakklátur, en í öðrum til-
vikum eru þau alls óskyld myndanlega, gamall: ungur, langur : stuttur,
góður : vondur. Ljóst er að innbyrðis andstæða andyrða er ekki alltaf
af sama tagi. Lyons (1977:271-272) greinir á milli tveggja tegunda
andyrðasambanda. Annars vegar eru þau andyrðasambönd sem fram
koma í orðum eins og gamall : ungur, langur : stuttur. Staðhæfing
annars gildisins felur í sér neitun hins: Rúmið er langt felur í sér Rúmið
er ekki stutt, og á sama hátt felur Rúmið er stutt í sér Rúmið er ekki
langt. Hins vegar felur neitun annars gildisins ekki í sér gildi andyrðis-
ins, þ. e. Rúmið er ekki langt felur ekki í sér staðhæfinguna Rúmið
er stutt. Frá þessari tegund andyrðasambanda greinast þau sem lýsa
sér í orðum eins og lifandi : dauður. Þar felur neitun annars gildisins
í sér gildi andyrðisins: Kötturinn er ekki dauður felur í sér staðhæf-
inguna Kötturinn er lifandi. Lyons bendir á að sá munur sem er á
þessum tvenns konar andyrðasamböndum helst að jafnaði í hendur
við stigbreytanleika lýsingarorða. Andyrði af síðamefnda taginu em
óstigbreytanleg, hin fyrmefndu taka stigbreytingu.
Andyrðasambönd em í meginatriðum tvenns konar, eftir því hversu
skýrt innbyrðis andstæða þeirra er mörkuð. Annars vegar eru þau
andyrði sem vísa til fastbundins gildis, þar sem neitun annars felur