Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 238
236
Ritdómar
í auðga. Það er sýnu álitlegri kostur að líta svo á (ef á annað borð þarf að tala
um orsök og afleiðingu í þessu sambandi) að það sé það sem á eftir fer sem hefur
áhrif á framburð þess sem í stafsetningunni er táknað með / og 8.
Rúmsins vegna læt ég það undir höfuð leggjast að fjalla um greinargerð fyrir
deiliþáttum í íslenska samhljóðakerfinu (bls. 72-3), en hlýt þó að gera athuga-
semd við eftirfarandi klausu, sem ætluð er til að útskýra hversvegna nefhljóð og
/r/ fá merkinguna + við þáttinn „Iokhljóð/önghljóð":
Nefhljóð eru myndunarlega séð Iokhljóð og einnig /r r/ sem myndast með
sveiflum (þ. e. lokun og öng til skiptis) við tannberg. Til nefhljóðanna teljast
/m n m n/. Öll önnur hljóð eru munnhljóð.
Ég efast um að margir fræðimenn geti fallist á að það sé góð lýsing á /r/ að það
sé lokhljóð sem myndast með sveiflum.
Síðasti kafli bókarinnar sem fjallar sérstaklega um íslenska málkerfið heitir
„Nokkur ferli í hljóðkerfi nútímaíslensku“, þar sem tekin eru fjögur dæmi: „Fleir-
tölumyndun með u-hljóðvarpi“, „Nokkur atriði í samsettum orðum“, „Afröddun
önghljóða" og „Lengd“.
Fyrirsögnin fyrir fyrsta dæminu er villandi, þar sem ekki er einungis fjallað um
//-hljóðvarp í flt., heldur t. a. m. einnig í et. sterkra kvenkynsorða eins og höfn og
nf. og þf. et. orða „af e-stofni: fjörður, fjörð; björn, ..(bls. 75). Ég þykist renna
grun í hvað höfundur muni eiga við með „orð af e-stofni“, þ. e. a. s. gömul u-
stofna nafnorð sem höfðu rótarsérhljóðið e á frumnorrænum tíma, en það er ekki
sanngjarnt að ætlast til þess að allir lesendur geti reiknað þetta út. Ekki veit ég
af hverju höfundur sleppir að nefna í sömu andrá gömul //-stofna orð sem höfðu
a í rót, eins og börkur og hafa skipti á sérhljóðum sem sögulega má rekja til svip-
aðra aðstæðna. Annars er það, almennt, álitamál hvort telja beri //-hljóðvarp
raunverulegt „hljóðferli" í nútímaíslensku, frekar en beygingarferli eða „morfó-
fónemískt ferli“. Þetta er raunar flóknara mál en svo að tóm gefist til að ræða
það hér til nokkurrar hlítar. En umfjöllun höfundar virðist ekki til þess fallin að
skýra vandamálin. Megininntak reglunnar sem hann setur fram á bls. 76 virðist
vera, þegar ráðið er í táknmálið og orðað á venjulegu máli: /a/ verður /ö/ á
undan samhljóði, að viðbættu X, sem samkvæmt útskýringu getur verið ,,a) núll
(0); b) getur haft mörk milli orðhluta". Auk þess getur þetta líka gerst, samkvæmt
reglunni, við þessar sömu aðstæður að viðbættu kringdu hljóði. Sem sé, /a/ verður
/ö/ m. a. ef á efir fer samhljóð og ekki neitt til viðbótar! Hér hlýtur eitthvað að
vera málum blandað, því samkvæmt þessu ætti form eins og sat (t. a. m. þátíð af
sögninni sitjá) ekki að vera til í málinu. Að sjálfsögðu þarf að taka það fram, að
einungis við vissar beygingarlegar aðstæður „breytist" /a/ í /ö/ (án þess að nokk-
urt u fari á eftir), t. a. m. í fleirtölu orða eins og barn~börn. Og það er einmitt
þetta sem gerir vafasamt að líta á //-hljóðvarp sem hljóðferli í nútímaíslensku. Ef
hér er um að ræða eitthvert ferli, þá er það beygingarferli.
Næsta dæmi um ferli er einnig nokkuð óljóst. Frásögnin gengur út á að telja
upp dæmi þess að ferli sem annars eru virk nái ekki fram að ganga á liðamótum
samsettra orða. Ferlin sjálf, sem eiga samkvæmt fyrirsögn kaflans að vera aðal-