Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 135
Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf- 133
Sú framvinda sem hér um ræðir er hins vegar gjörólík þeirri sem ein-
kennir samböndin fullur : tómur, klœddur : nakinn eða lo. œrinn/nógur.
Hún verður ekki stig af stigi eins og þar á sér stað, heldur felst hún
í snöggbreytingu á ástandi, sem jafnframt markar fullnaðarstig fram-
vindunnar. Hér getur því ekki verið um nein helmingsmörk að ræða
eða deiliákvörðun. Eina stigið í framvindunni sem hægt er að marka
vísar til aðdraganda snöggbreytingarinnar eða fullnaðarins. Við þessar
aðstæður fær forliðurinn hálf- nýtt hlutverk. í stað deiliákvörðunar
eða tilvísunar til millistigs ákveðinnar framvindu fær hann hlutverk
stigákvörðunar, þ. e. að vísa til stigs í nánd við fullnaðarpunkt fram-
vindunnar. Þetta hlutverk sem markar upphaf stigákvörðunar með
forliðnum hálf- verður nefnt nándarákvörðun til aðgreiningar frá
öðrum tegundum stigákvörðunar.
2.3
Eins og hér hefur verið lýst, má greina skýrar merkingarlegar for-
sendur fyrir því hvernig upphaflegt deiliákvörðunarhlutverk forliðarins
hálf- þróast í átt til stigákvörðunar. Sú tegund stigákvörðunar sem
fyrst kemur fram, nándarákvörðun, á fyrst og fremst við þau lýsingar-
orð sem hafa fastbundið gildi. Ef um andyrðasamband er að ræða, er
það fastmarkað og lýsingarorðin að jafnaði óstigbreytanleg. Slík
lýsingarorð taka tvenns konar ákvörðun, annars vegar fullnaðarákvörð-
un, sem vísar til fullnaðarpunkts og viðmiðunargildis jafnframt, hins
vegar nándarákvörðun, sem vísar til gildis í nánd við fullnaðarpunkt-
inn. Fullnaðarákvörðun er í nútímamáli m. a. látin í ljós með ákvæð-
unum alveg, algerlega og gjörsamlega og forliðnum al-, en nándar-
ákvörðun m. a. með ákvæðunum nœstum, nærri (því), nálega og allt
að því. Ætla má að forliðurinn hálf- falli fyrst að þessu hlutverki með
lýsingarorðum eins og dauður og blindur, eins og áður var nefnt.
Hann tengist þannig sem ákvæði hinum merkta lið misvægra, fast-
markaðra andyrðasambanda, sem jafnframt hefur neikvætt gildi í
málvitundinni. Með jafnvægum, fastmörkuðum andyrðum (fullur :
tómur, klœddur : nakinrí) færist gildi forliðarins einnig í átt til nándar-
ákvörðunar fyrir áhrif frá misvægum andyrðum, en hugsanlega einnig
sakir tilhneigingar til að aðgreina gildi þeirrar ákvörðunar sem hálf-
vísar til með andyrðunum hvoru fyrir sig, eins og áður var að vikið,
þ- e. að aðgreina gildi sambanda eins og hálffullur og háljtómur. Þegar