Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 137
Um merkingu og hlutverk forliðarins hálf- 135
tiaandi honum halfnaudgum herra pafans bref. (Thom. 383:19)
fiarhlut þann, er þeir höfdu halfnaudgir þegit. (HMS II 509:15)
Gera má ráð fyrir nándarákvörðun í sambandinu hálfnauðigr, þótt
einnig megi líta svo á að þar sé um deiliákvörðun að ræða. Ekki er
síður vert að athuga, hvaða hlutverk forliðurinn hefur í sambandinu
hálfœrr, sem fyrir kemur í fommáli:
var sjá drjúgum half-ærr. (Pr. 140:25)
at náliga var hann hálf-ærr fyrir hræzlu sakir. (Pr. 143:9)
Yngra dæmi er:
Hun var nu miog half-ær. (Fljótsd. 38:23)8
Notkun hálf- í dæmunum að ofan er í hæsta máta óvenjuleg að því
leyti að forliðurinn stendur með öðm stigákvæði (drjúgum, náliga,
miog). Slík notkun samræmist engan veginn stigákvörðunarhlutverki
forliðarins, þótt sambandið hálfœr út af fyrir sig feli í sér stigákvörðun
í nútímamáli. Hér hlýtur hálf- að gegna hlutverki deiliákvörðunar,
sem svo er fastmótuð að hún leyfir stigákvörðun. Það má hugsa sér að
deiliákvörðun hafi náð að festast svo í einstökum samböndum að sam-
bandið í heild hafi orðgerst á sama hátt og á sér stað í samböndum,
þar sem hálf- stendur með nafnorði (hálfrisi, hálfafglapi, hálftröll, hálf-
berserkr, hálffíft). Eðlilegt er að þessa hætti svo að gæta, þegar stig-
ákvörðun með hálf- fer verulega að segja til sín.
2.5
Sú stigákvörðun sem lausmörkuð andyrðasambönd taka er annars
konar en sú sem fram kemur með fastmörkuðum andyrðasamböndum.
Hvort sem um er að ræða jafnvæg andyrði (stór : lítill), sem vísa til
umfram-/vöntunargildis gagnvart viðmiðunargildinu, eða misvæg (dug-
legur : latur), þar sem annað andyrðið er ómerkt, hitt merkt, er í megin-
atriðum um tvenns konar stigákvörðun að ræða. Annars vegar er hægt
að vísa frá viðmiðunargildinu í átt til endimarka gildiskvarðans með
því sem nefna má aukningarákvörðun. Hún er látin í ljós með ýmsum
hætti, í nútímamáli m. a. með ákvæðunum mjög, sérlega, einkar og
afar:
8 í útgáfu KSlunds er handritið AM 55 lc 4*° lagt til grundvallar. KSlund telur
það frá f. hl. 17. aldar, en söguna telur hann samda á bilinu 1500-1550.