Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 195
Inversion in Embedded Clauses in Modern Icelandic 193
Sveinn Bergsveinsson. 1969. Die Stellung des Adverbs im Islandischen. Folia
Linguistica 3:307-332.
Thráinsson, Höskuldur, see Höskuldur Þráinsson.
Zaenen, Annie. 1980. Extraction Rules in Icelandic. Unpublished doctoral disserta-
tion, Harvard University.
Zaenen, Annie & Joan Maling. 1977. TOPIC-position. Paper read at the Winter
Meeting of the Linguistic Society of America, Chicago.
ÚTDRÁTTUR
Þessi grein fjallar um orðaröð í íslensku, einkum í aukasetningum. Fyrst er bent á
að venjulega stendur sögnin (þ. e. sá hluti umsagnar sem tekur persónubeygingu) í
óðru sæti í setningum (sbr. Sveinn fór heim, Sveinn hefur stolið kæfunni), og það
gildir einnig þótt einhver setningahluti sé fluttur fremst (sbr. Keefunni hefur Sveinn
stolið). Þegar slík tilfærsla á sér stað, er röð frumlags og sagnar snúið við. Það
mætti kalla viðsnúning eða umhverfingu (inversion).
Aðalviðfangsefni ritgerðarinnar er svo að athuga umhverfingu (viðsnúning) í
aukasetningum í nútímaíslensku til þess að kanna hversu almenn reglan um sögn
• öðru sæti (hér skammstöfuð V/2) er. í þeirri athugun er greint á milli tvenns
konar reglna sem færa liði fremst í setningu, þ. e. reglu sem kalla mætti kjarna-
færslu (Topicalization) og svo reglu sem mætti nefna stílhverfingu (Stylistic Inver-
sion). Sýnt er fram á að stílhverfingu er aðeins beitt í þeim tilvikum þegar eyða
er 1 setningunni þar sem frumlagið ætti að vera. Þess vegna má líta á stílhverfingu
sem afleiðingu reglunnar um sögn í öðru sæti, því að ef stílhverfingu væri ekki
beitt í þessum setningum, hæfust þær á sögninni.
I greininni eru athugaðar þrenns konar setningar þar sem eyða ætti að vera í
frumlags stað, þ. e. (i) setningar þar sem frumlag hefur verið flutt burt (eða því
hefur verið eytt) með ummyndunarreglu á borð við spurnarfærslu eða tilvísunar-
rnyndun; (ii) setningar þar sem frumlag vantar vegna þess að sögnin er ópersónuleg
eða stendur í ópersónulegri þolmynd; (iii) setningar þar sem óákveðinn nafnliður
hefur verið fluttur úr frumlagssæti og aftast í setninguna. Því er haldið fram að í
þeim tilvikum þar sem sögn í persónuhætti virðist standa fremst, sé í raun og veru
um að ræða ófylltar eyður eftir frumlag. í því sambandi er rætt um þau skilyrði
sem þurfa að vera fyrir hendi til þess að hægt sé að fylla slíkar eyður með merk-
mgarlausu það, en notkun þess virðist vera að aukast í íslensku (sbr. að sumir geta
notað það þar sem aðrir geta það ekki). Loks er sýnt fram á að sú hugmynd að
frumlagseyður skilyrði beitingu stílhverfingar gerir kleift að setja fram ný rök fyrir
því að í íslensku séu til frumlög sem ekki eru í nefnifalli.
Islenskt mál II 13