Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 72
70
Höskuldur Þráinsson
(38) 1 blod allra spamanna þui vt hellt hefer verit (Málið:131)
2 Er eg ecke þijn Asna | þeirre þu hefur rided (Sprache:362)
3 mijner Psalmar og Diktar med þeim eg Dyrka Gud
(Sprache:363)21
Hér er ekki annað að sjá en fornafnið sá hafi verið að þróast yfir í
beygjanlegt tilvísunarfomafn,22 líkt og átti sér stað í þýsku t. d.23
2.2.5
Fornöfn eins og hver, hvað (hvat) (jafnvel hvílíkur) hafa líka verið
notuð sem tilvísunarfomöfn í íslensku, þótt þess finnist ekki dæmi í
fomsögum svo að ég viti. Þessi notkun hefur gjama verið kennd við
lærðan stíl og Bjöm Karel (1925:47) segir að hún hafi þegar verið
algeng á 14. öld. Nokkur dæmi eru sýnd í (39):
(39) 1 mitt innsigli med innsiglum sira þordar ... huerir nalægir
uoru (ísl.orðm.:47,14. öld)
2 bref vars vyrduligs herra magnusar kongs ... med hueriu
hann stefnde .. . (s.st., 14. öld)24
22 Björn Karel segir að sá sé algengt sem tilvísunarfornafn frá því um 1400
(1925:48), en í þeim dæmum sem hann nefnir getur oft eins verið um ábendingar-
fornafn að ræða og ótengda tilvísunarsetningu á eftir, því að fallinu á sá er ekki
ótvírætt stýrt af orðum í tilvísunarsetningunni og stundum ræðst það raunar aug-
ljóslega af aðstæðum í aðalsetningunni.
23 Ebert (1978:22-23) bendir á að sambandið áfn. + tilvísunarsmáorð kemur
víða fyrir í germönskum málum. Hann telur það gjarna hafa þróast þannig að
fyrst hafi áfn. verið hluti aðalsetningarinnar en síðan hafi sambandið verið um-
túlkað þannig að farið var að telja áfn. hluta tilvísunarsetningarinnar, enda var
oft ekki hægt að sjá af fallinu hvar fornafnið átti heima (sjá nmgr. 22). Slík um-
túlkun leiðir auðvitað til þess að fornafnið fer að þiggja fall sitt frá tilvísunarsetn-
ingunni, eins og sýnt er í (37). Eðlilegt framhald slíkrar þróunar er svo brottfall
tilvísunarsmáorðsins, og þegar svo er komið er hið upphaflega ábendingarfornafn
orðið að hreinu tilvísunarfornafni eins og í (38). — Hér má reyndar einnig nefna
að í fornensku má bæði finna tilvísunarsetningar tengdar með óbeygjanlega smá-
orðinu ðe, sem ekki gat haft forsetningu á undan sér (Allen 1977:75-77), með áfn.
se, sem gat haft forsetningu á undan sér (Allen 1977:82-84), og svo með sam-
blandi beggja, se ðe, og þá var líka hægt að hafa forsetningu á undan (Allen 1977:
86-89). Allen telur einmitt að se ðe hafi þróast á líkan hátt og lýst var hér að
ofan í tilvísun í Ebert (Allen 1977:89-90). Líkingin við íslensku þróunina er aug-
ljós.
24 Enn skal bent á notkun forsetningar á undan fornafninu — sbr. nmgr. 21.