Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 225
Ritdómar
223
hvort tveggja byggir á því að nemendur hafi þegar allgott vald á umfjöllun hefð-
bundinnar málfræði um þessi sérstöku atriði en hvorugs er krafist að neinu marki
í grunnskóla. Verkefni skortir einnig hér sem áður.
Þriðji og síðasti hluti bókarinnar fjallar um stílfræði. Hann hefst á áhugaverðu
verkefni sem ætlað er að leiða fram mismunandi stíl eftir aðstæðum og tilgangi;
hefur undirrituðum gefist þetta verkefni sérlega vel í kennslu. Hér er reyndar
komið að meginatriði varðandi samningu kennslubóka, þ. e. hvernig örva megi
nemendur til starfs og eigin könnunar á viðfangsefni svo að leiði til niðurstaðna
og ályktana sem séu beint innlegg í kennsluefnið. Fyrir slíku hefur raunalega lítið
farið í íslenskum málfræðibókum og er þar mikill vettvangur sem bíður könnunar
og nýtingar. Bók Kristjáns er hér engin undantekning, hún er fyrst og fremst
kennslubók þar sem ákveðin fræðslusjónarmið ráða ferð og gerð. Flciri verkefni
á borð við það sem nú var nefnt hefðu fært viðfangsefnin nær nemendum, glætt
ahuga þeirra og aukið þeim sjálfstraust á sviðum sem langt um of eru talin í verka-
hring fræðimanna einna. Mér segir reyndar svo hugur um að Kristján Arnason sé
nianna líklegastur til að virða rétt nemenda jafnhliða eigin rétti sem fræðara; að
þess sér ekki nægilega stað í þessari bók vil ég skrifa á reikning of lítillar tilrauna-
kennslu handrits og bráðlátrar útgáfu.
Svo að haldið sé áfram í sama dúr: í framhaldi af virkri byrjun stílfræðihlutans
hefði farið vel á að fylgdu stílkönnunarverkefni, t. d. bókmálstextar til umritunar
á. venjulegt talmál; þannig hefðu nemendur fengið athugunarefni, að hluta til
samin af þeim sjálfum (hentug til hópavinnu), þar sem þeir gætu kannað ýmiss
konar ummyndanir og síðan samið um stíllýsingu. Slík verkefni hefðu einnig
tengst eðlilega setningafræðihlutanum á undan. Ýmsar fleiri leiðir mætti eflaust
finna en ég mun ekki frekar þrengja mínum skoðunum hér að enda veit ég að
höfundinum sjálfum er hér betur treystandi ef hann fær til þess ráðrúm áður en
til næstu útgáfu kemur. Yfirleitt virðist mér fyrri hluti stílfræðikaflans, aftur að
stílbrögðum, nokkuð handahófskenndur, bæði að uppbyggingu og verkefnavali;
varðandi efnið sjálft að öðru Ieyti finn ég helst að því að ekki er nógu skýrt fjallað
Urn stíltegundir með talmál sem viðmiðun og að höfundur skuli falla í þá gryfju
að gefa nafngiftum eins og „ráðuneytisstíll“ og „íþróttafréttastíll" undir fótinn, er
þá stutt í spretthlauparastíl, verðbólgustíl og önnur grínheiti sem ekkert erindi eiga
í fræðilega umfjöllun.
Síðari hluti stílfræðikaflans fjallar um stílbrögð og stíleinkenni. Hann virðist
foér markvissari en sá fyrri, einkum kaflinn „Önnur stílbrögð" þar sem kynnt eru
nokkur hefðbundin hugtök mælskufræði og stílfræði: endurtekning, andstæður,
líkingar o. fl. Hitt er svo annað mál að mjög orkar tvímælis að gera mikið úr þess-
um þætti stílfræðinnar í bók sem ber heitið íslensk málfrœði, hér er komið inn á
svið bókmenntafræði. Stílfræði í málfræðilegum skilningi er fyrst og fremst um-
fjöllun og könnun mismunandi stíltegunda og stíllaga, allt frá talmáli til óvenju-
legra ummyndana í kveðskap (einkum orðaröð) sem ekki finnast í óbundnu máli,
en ekki athugun á retórískum málbrögðum þótt auðvitað sé ekki hægt að draga
afdráttarlaus mörk hér á milli.
Tæknileg uppsetning bókarinnar er sæmilega skýr, t. d. eru mörg atriðisorð