Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1980, Blaðsíða 101
Sambeyging með afturbeygðum sögnum 99
þeirra er afn. eina mögulega andlagið, þ. e. þeim sem merkingarlega
krefjast aðeins geranda en ekki þolanda:8
éta sig saddan, glápa úr sér augun, blygðast s'm, jafna sig, haga sér, banna
sér, frábiðja sér.
Sagnir þessarar tegundar eru því í raun alltaf afturbeygðrar merking-
ar og ávallt afturbeygðar að formi til. Eitt megineinkenni slíkra sagna
eru hin nánu tengsl afn. við frumlagið, sem m. a. koma fram í sam-
beygingu og því, að önnur persóna en frumlagið sem andlag er útilokuð.
Með slíkum sögnum stendur afn. í raun ekki sem andlag,7 eins og nánar
verður vikið að síðar, heldur kannski helst sem orðmyndunarfræðilegt
einkenni, því að það myndar eina heild með sögninni. Slíkar sagnir má
kalla skyldubundið afturbeygðar eða ekta afturbeygðar sagnir, en
að einkennum þeirra verður nánar komið í næsta kafla (1.2).
Með öðrum afturbeygðum sögnum er hins vegar valfrjálst, hvort
notað er afn. eða eitthvert annað fallorð sem andlag — svo fremi fall-
orðið geti táknað persónu. Sé afn. notað, felur það í sér tilvísun til frum-
lagsins, og er því um afturbeygingu merkingarfræðilega að ræða. Afn.
með slíkum sögnum hefur greinileg einkenni andlags, sbr. næsta kafla,
og heldur, ef svo má að orði komast, sjálfstæði sínu gagnvart umsögn-
inni, rennur hvorki saman við umsögnina né frumlagið. Afturbeygðar
sagnir af þessari gerð má því kalla valfrjálst afturbeygðar eða óekta
afturbeygðar sagnir. Sem dæmi slíkra sagna má nefna eftirfarandi
sagnir:
þvo sér, klceða sig, mála sig, skrá sig, ráða sig, hrósa sér, greiða sér, hefna
sín.
í eftirfarandi verður gert ráð fyrir tilvist þessara tveggja flokka aftur-
beygðra sagna, og dæmi þau, sem tekin verða til athugunar á þessum
6 Sbr. skiptipróf, 1.2.2.
7 Á það hefur verið bent (Trygve Knudsen 1967a:98), að með mörgum aftur-
beygðum sögnum missi afturbeygt fornafn andlagsgildi sitt og myndi með við-
komandi sögn eina heild, sem samsvari áhrifslausri sögn, oft samstofna miðmynd-
arsögn, sem keppi, ef svo má að orði komast, við slíka sögn. Dæmi:
ráðast — ráða sig, hvílast — hvíla sig, snúast — snúa sér, hefnast — hefna
sín, klœðast — klœða sig, segjast — segja sig.
Tengsl afturbeygðra sagna og samsvarandi miðmyndarsagna eru býsna margbrotin,
og verður ekki um þau fjallað á þessum vettvangi.